Flettir Framsóknarflokkurinn ekki dagatalinu?

Samsett mynd búin til úr myndum sem fylgdu grein Kjarnans.

Hér er sagt frá því í vefritinu Kjarnanum, að formaður Samfylkingarinnar hafi spurt menningar og viðskiptaráðherra að því hvort engar reglur væru um afstöðu ,,innan ríkisstjórnarinnar" varðandi skýrsluna um söluna á Íslandsbanka.

Kristrún taldi skýrsluna vera sláandi áfellisdóm um hvernig Bankasýslan og fjármálaráðherra hefðu komið að málinu.

Og sagði hún m.a. ,,Þau eru sigri hrós­andi yfir því að Rík­is­end­ur­skoð­andi noti ekki orðið lög­brot í skýrsl­unni, þótt það hafi aldrei verið hlut­verk Rík­is­end­ur­skoð­anda að leika dóm­ara og kveða á um sekt eða sýkn­u.“

Kristrún sagði: ,,fjármálaráðherra hefði tekið ­stóra ákvörðun um tug millj­arða króna hags­muni íslenskra skatt­greið­enda með bundið fyrir augum án þess að afla full­nægj­andi gagna og leggja mat á þau. [...] Snýst þetta allt um per­són­ur, og ráð­herra­stóla og póli­tíska leiki fremur en traust til emb­ætta og stofn­ana sem hér eru und­ir?“ 

Þegar hér var komið sögu var komið að Lilju Dögg Alfreðsdóttur að veita andsvör samkvæmt því sem segir í Kjarnanum og hún svaraði því til að: ,,það er sann­ar­lega ekki póli­tískur leikur að koma með 600 millj­arða inn í rík­is­sjóð á sínum tíma í formi stöð­ug­leika­fram­laga. Það er ekki póli­tískur leikur að setja á fjár­magns­höft til að tryggja hags­muni Íslands. Það er ekki póli­tískur leikur að segja nei við Ices­a­ve. Það sem við höfum verið að gera á síð­ustu átta árum er að tryggja hags­muni Íslands.“ 

Og bætti því við að hún fullyrti að ef ekki hefðu verið núverandi flokkar í stjórn ,, þá hefði þetta aldrei tek­ist".

Hvernig hægt er að fullyrða nokkuð eins og þetta er erfitt að segja til um, en hitt er nánast víst, að ekki hefði verið hægt að búa til umdeilanlegra ferli um söluna á þessum hlut í bankanum.

Rétt er að taka fram að þegar hér var komið var Lilja búin að blanda Icesave málinu gamla inn í umræðuna með því að halda því fram að það hafi ekki verið pólitískur leikur að segja nei við Icesave.

Kristrún svaraði þessu og sagðist ekki sjá annað en að það væri póltískur leikur að ræða Icesave málið í þessu sambandi og sagði orðrétt eftir því sem segir í Kjarnanum ,,Það er öll þjóðin að fylgj­ast [...] með hvernig þið bregð­ist við verk­lagi í þessu ferli og [...] farið að ræða um Ices­ave í þessu sam­hengi? Skiptir engu máli hvernig hlut­irnir eru gerð­ir? Það er það sem þjóðin vill vita.“

Og hitti naglann beint á höfuðið, því það er það sem þjóðin vill vita. Icesave er liðin tíð fyrir löngu síðan og allar skuldirnar sem Landsbankinn gamli skuldaði þar eru greiddar með eigum bankans eins og reiknað hafði verið með að myndi gerast.

Síðasta setningin í frásögn Kjarnans segir það sem segja þarf um Icesave málið:

,,Í jan­úar 2016 fékk slitabú Lands­­bank­ans und­an­þágu frá Seðla­­banka Íslands­ frá fjár­­­magns­höft­um til að greiða síð­ustu greiðsl­una [til] Hollands og Bret­lands og þar með Ices­a­ve-skuld­ina að fullu."

Niðurstaðan er: 

Framsóknarflokkurinn hefur slegið slöku við að fletta dagatalinu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...