Pólitík í tómarúmi og flokkurinn sem ekki kemur við sögu

Mynd sem fylgir frásögn Morgunblaðsins


 Þorsteinn Pálsson​ bendir á margt í pistli sínum í Fréttablaðinu í dag (10.11.2022).

Hann nefnir VG og Sjálfstæðisflokkinn nokkrum sinnum og víkur að fyrirhuguðum orkuskiptum, en til að þau náist fram þarf að tvöfalda orkuöflunina til að ,,markmið" stjórnarsáttmálans náist. 

Finnst einhverjum líklegt að það gangi fram?

Margt fleira kemur við sögu, en athygli vekur að Framsóknarflokkurinn er nánast ekki nefndur til sögunnar nema þar sem segir: 

,,Hlutleysi milli VG og Sjálfstæðisflokks hentar Framsókn vel."!

Og þannig er það Framsóknarflokkurinn dinglar með í stjórninni og lætur hinum flokkunum tveimur um að hringsnúast í leit að stefnunni og markmiðunum.

Gott er samt til þess að vita að þjóðin er í færum, til að senda tugi fulltrúa til að spjalla um loftslagsmálin í hitakófi Egyptalands.

Það er ekki aðeins fulltrúafjöldinn sem hleypur á tugum, því milljónatugirnir sem þjóðin þarf að leggja út fyrir ferðalagið eru líka margir.

Svo vitnað sé í frásögn Morgunblaðsins af málinu þá nemur: 

,,Kostnaðurinn við þátttökuna [...] um 50 milljónum".

Vonandi verður þetta huggulegt partý og enginn þarf að efast um að heiminum verði bjargað!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...