Tímarnir, kröfurnar og landbúnaðurinn breytast

 

Svínaræktin hefur gengið í gegnum breytingaskeið á síðustu árum og Bændablaðið gerir því skil og ræðir við svínabændur.



Fram kemur í viðtölunum í blaðinu að ráðist hefur verið í miklar framkvæmdir til að uppfylla nýjar kröfur sem gerðar hafa verið til greinarinnar um aðbúnað dýranna; byggð hafa verið ný hús og innréttingum breytt til að ná að uppfylla kröfurnar.
Búin er komin mislangt í því að ná takmarkinu og sumstaðar hefur þurft að byggja ný hús en í því snilldarkerfi sem komið hefur verið upp, getur verið þrautinni þyngra að ná því fram að fá að byggja og bæta. 
Kerfið er þannig að allskonar umsagnaraðilar geta tafið málin svo árum skiptir.
Í þágu hverra þessi Pontíusar og Pílatusarganga hefur verið innleidd er ekki gott að sjá, en svo mikið er víst að það er ekki í þágu þeirra sem vilja gera hlutina vel og samkvæmt kröfum tímans.

En að öðru og sem er landbúnaður líka.

Hulda Gústafsdóttir og Hinrik Bragason búa glæsilegu búi á bænum Árbakka í Rangárþingi ytra, rætt er við þau hjónin í blaðinu og þau segja frá búskap sínum. 
Hrossarækt er búgrein sem gengið hefur vel síðustu árin og gefið tekjur inn í þjóðarbúið. Íslenski hesturinn er orðinn vinsæll erlendis sem eru víst ekki nýjar fréttir en staðreyndin er, að sala á gæðingum til útlanda hefur skilað umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið og þó undirritaður hafi ekki tekið það saman, þá má gera ráð fyrir að um sé að ræða hærri upphæðir en greiddar eru úr ríkissjóði með kjötsölu  sauðfjárbænda til útlanda.
Munum að hrossaræktin er blómleg og gerir garðinn frægan!


Árbakki ,,Bærinn okkar" í Bændablaðinu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...