Orka og hagræðing

 Eins og sjá má hér að neðan birtust aðsendar greinar um orkumál í Morgunblaðinu um síðustu helgi og tvær þeirra eru hér fyrir neðan, en vera kann að þær hafi verið fleiri.

Það er vert að veita því athygli þegar greinar eftir kunnáttufólk birtast um orkumálin á opinberum vettvangi, því reikna má með að þá sé fjallað um þau af meiri þekkingu, en þegar t.d. áróðursmeistarar stjórnmálaflokka eða aðrir sjálfskipaðir sérfræðingar tjá sig þar um.

Í greininni ,,Vetnisframleiðsla krefst rýmis og orku" sem rituð er af Sigtryggi Sigtryggsyni blaðamanni Morgunblaðsins, er bent á að framleiðsla vetnis hjá Qair Ice­land ehf. á Grund­ar­tanga krefjist ,,land­rým­is, mik­ill­ar raf­orku og ferskvatns" og komi  til með að þarfnast 840 MW af raforku.

Til stendur að orkunnar verði aflað með beislun vindsins og í greininni er bent á ýmsa möguleika sem svæðið á Grundartanga bjóði upp á.

Í hinni greininni sem er hér til hægri á myndinni og er skrifuð af forstjóra RARIK er spurt í yfirskrift: hvaða þýðingu orkuskipti muni hafa fyrir RARIK og viðskiptavini.

Magnús Þór Ásmundsson minnir á að Íslendingar hafi tvisvar árður farið í gegnum orkuskipti þ.e. þegar vatnsaflið var virkjað og síðan jarðhitinn, en áður höfðu sumir bændur og e.t.v. fleiri  virkjað vindinn til raforkuöflunar.

Grein Magnúsar er fróðleg fyrir áhugafólk um þessi mál og vonandi geta áhugasamir lesið greinina af myndinni, sem er mun betra en að reynt sé að endursegja hana. 


Og hér að neðan er svo grein frá sama degi og úr sama blaði, um samkeppnisstöðu íslenska landbúnararins. Þar bendir greinarhöfundur á, að ,,í allri umræðu stóru ríkj­anna í Evr­ópu um eitt efna­hags­svæði, á fyrstu ár­un­um eft­ir seinni heimstyrj­öld­ina, og síðar um aðlög­un annarra ríkja að ríkja­sam­band­inu, hef­ur sérstaða land­búnaðar­ins gagn­kvæmt sam­keppn­is­regl­um verið leiðarljósið."
Við erum sem sagt kaþólskari en páfinn í afstöðu okkar til þessara mála svo sem sést á því hve illa gengur að hagræða í rekstri úrvinnslufyrirtækjanna á norðurlandi. 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...