Hertól, Biden, Trump og fleira

 Þjóðverjar gefa grænt ljós á, að skriðdrekar þeirra verði sendir til Úkraínu.



Svo er að skilja sem Bandaríkjamenn telji sína skriðdreka svo fullkomna og flókna að ekki sé neitt vit í að senda þá á vígstöðvarnar í Úkraínu! Hvað það segir um álit þeirra á verktökum sínum þar, verður hver að meta fyrir sig.



Það var öðruvísi þegar undirritaður var með dellu fyrir bandarískum bílum og fékk sér Oldsmobile Delta Royal 88 með svokallaðri dieselvél og sjálfskiptingu. Bifreiðin reyndist vera gallagripur með ónýtri vél, skiptingu, hjólalegum og bremsubúnaði og er þá ekki allt upp talið.

Hefði reynst hið hörmulegasta hergagn!

Ef til vill vilja Bandaríkjamenn ekki kynna stríðstólasmíðar sínar of mikið og vel getur verið að ástæður þess séu auðskildar þegar betur er að gáð.


Ættu kannski að halda sig við geimflug sem gengur sæmilega, þó þeim finnist vissara að láta Rússa um að flytja geimfara sína í geimstöðina. Eru þó búnir að senda flaug til Júpíters, eða eru að hugsa um að gera það og það skondna er að eitt tunglið sem á að rannsaka heitir Evrópa.

Gott að geta rannsakað hana í geimnum þegar hún verður ekki lengur finnanleg á Jörðinni?

Hvert startgjald Rússanna í þeim leiguflutningum er vitum við ekki, en eitthvað er það meira en greiði við þá sem ekki geta né kunna.

- - -

Það sem fer upp fer niður aftur, er oft sagt. Microsoft og Google að ógleymdum Twitter, hafa blómstrað og verið með fjölda manns í vinnu, en nú kreppir að.

Auðjöfur keypti Twitter, líklega til að fólki gæfist áfram tækifæri til að setja þar inn örstutta texta ef því lægi eitthvað á hjarta. Ég er frekar ókunnugur þeim miðli og segi ekki meira!

Það kreppir að víða, en ekki allsstaðar.

Hergagnaiðnaðurinn gengur vel og þar er öllu til tjaldað sem hægt er og kafað djúpt í vasa almennings til að sú starfsemi geri sig.

Íslendingar taka örlítinn þátt í þeim leik með viðskiptabönnum og öðrum barnaskap. Ásamt því að styðja fólk á flótta sé það stjórnvöldum þóknanlegt og af ,,réttu" þjóðerni.

Fréttir benda til þess að Facebook ætli að opna fyrir færslur fyrrum forseta Bandaríkjanna (Trumps) og gæti þá farið að færast fjör í umræðuna á þeim vettvangi.



Hvort miðillinn opni fyrir athugasemdalausar deilingar á efni rússneska miðla fylgdi ekki sögunni og er reyndar ekki líklegt.

Bílaframleiðsla í Bretlandi dregst saman og kemur fáum á óvart. Tvisvar á ævinni átti undirritaður breska bíla og því skilur hann vel að eftirspurn eftir bílum frá því ágæta landi sé lítil.

Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum þings Bandaríkjanna vilja fá óheftan aðgang að skjölum úr safni þeirra félaga Bidens og Trumps og verður varla löng töf á að í fyrirmyndarríkinu verði slíkt leifi veitt.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...