Orkukreppan sem hófst fyrir fjórum árum

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur sem starfar hjá Mjólkursamsölunni, fjallar um orkukreppuna sem hún telur að eigi upphaf sitt árið 2019 og vísar í til viðtals við Helen Thompson hagfræðing.
Helen rökstyður þá tímasetningu með vísan í að þá hafi orðið samdráttur í olíuframleiðslu og að þegar hagkerfi heimsins hafi nýlega verið farin að taka við sér eftir Covid- faraldurinn hafi verð á olíu farið að hækka. Þessar olíuhækkanir hafi valdið aukinni eftirspurn eftir gasi, einkum í Kína á árinu 2021 og þá hafi stríðið í Úkraínu ,,aukið áherslu á orkuskipti" og segir síðan að hugmyndir Macron og Liz Truss um að allt þurfi að þola ,,vegna Úkraínu", í trausti þess að þegar stríðinu ljúki, muni orkukreppan hverfa sem döggin, en ekkert slíkt muni gerast segir Thompson.



Hún bendir á, að eftir sem áður muni Evrópa verða háð því að afla sér málma frá öðrum heimshlutum.
Vegna þessara hækkana allra og þar á meðal á áburði og korni hefur verð á landbúnaðarvörum hækkað verulega og sem nemur tugum prósenta, en vísitala áburðarverðs hefur verið að lækka síðustu mánuði.
Alþjóðabankinn spáir samdrætti í þriðjungi ríkja heimsins, segir í greininni.
,,Reikna má með ,,að verð á matvælum verði áfram hátt[...] með tilheyrandi afleiðingum fyrir þau sem við kröppust kjör búa í heiminum."

Grein Ernu Bjarnadóttur er að mati þess sem þetta ritar, gott og aðgengilegt innlegg í umræðuna, eykur skilning og skýrir a.m.k. sumt af samhengi hlutanna, varðandi það hvernig eitt leiðir af öðru og heldur því til haga að þau sem minnst mega sín, eru þau sem mest líða þegar illa fer. 
Vonandi er hægt að lesa greinina af myndunum sem hér fylgja með, en takist það ekki, má nálgast hana í Bændablaðinu sem kom út 12. janúar síðastliðinn og er hún neðst á opnu 52 til 53.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...