Þungur róður svínabúa að bregðast við nýjum kröfum

 

Gerðar eru aukna kröfur til aðbúnaðar dýra og fleira og það sem áður þótti gott þykir ekki gott í dag.

2023-02-01 (2)Við þessu þarf að bregðast, vilji menn halda starfsleyfi, en það getur verið hægara sagt en gert og við erum mörg sem minnumst fyrri tíma þegar hægt var að bregðast fljótt og vel við auknum þörfum og kröfum, sem sannarlega voru ekki í neinni líkingu við hvernig þær eru nú á tímum.


Allt er það nú breytt og sífellt er verið að finna út fleira og fleira sem betur má fara og við því þarf að bregðast.

Og það vilja menn gera svo fljótt sem verða má.

Kröfur um bættan aðbúnað svína sáu dagsins ljós fyrir nokkru. Gefinn var frestur til að bregðast við og í ljós kom, að oftar en ekki þarf að byggja ný hús til að geta uppfyllt hinar nýju aðbúnaðarkröfur.

Að byggja tekur tíma, en í ljós kemur að jafnvel enn meiri tíma tekur að fá leyfi til að byggja. Einn þarf að segja sitt álit, annar líka og síðan koll af kolli og þess eru jafnvel dæmi að kúabændur í nágrenninu óttist að frá starfseminni geti komið lykt.

Lykt sem er ólík þeim fnyk sem kemur frá rekstri kúabúa!

Það er sem sagt ekki sama af hverju lyktin er og kúabændunum þykir sín lykt góð, en óttast að lykt af svínum geti orðið vond og öðruvísi en þeirra eigin.

Það er því erfitt að bregðast við og uppfylla hina nýju kröfur og niðurstaðan er að svínakjötið er flutt inn og þá er væntanlega gengið úr skugga um, að allar kröfur um framleiðsluskilyrði séu bæði eins góð og fín og til stendur að hafa í hinu framfarasinnaða Íslandi.

Á árum áður starfaði bloggari sem vélstjóri á flutningaskipum og það kom fyrir að farið var um svokallaðan Kílarskurð og oftar en ekki kom notaleg landbúnaðarlykt niður í vélarrúmið þegar siglt var þar um og bændur í nágrenninu voru að bera á tún. 

Ekki man hann til að kvartað hafi verið yfir fjósalyktinni, ekki í brú, á dekki, í eldhúsi né í vélarrúmi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...