Fljúgandi furðuhlutir hafa verið að hrella Bandaríkjamenn um áratuga skeið.
Fréttir hafa verið sagðar af heimsóknum þeirra af og til og vinsæl sjónvarpssería var búin til um málið og gott ef aðalpersónurnar hétu ekki Mulder og Skully eða eitthvað í þá áttina og þættirnir voru kallaðir The X-Files.
Enn steðjar ógn að utan (reyndar að innan líka) að Bandaríkjunum og enn er um að ræða ógurlegt og torkennilegt flygildi sem sveimað hefur yfir húsi nokkru í ,,guðs eigin landi" og við sáum það fyrst á bandarískum miðli sem ekki er vanur að fara með fleipur.
Síðan fóru að berast fréttir víðar að, svo sem í The Guardian, DW.COM og náttúrulega RT.COM og vafalaust fleirum og myndir voru teknar af blöðrunni, sem fóru í dreifingu vítt um heimsbyggðina og þ.á.m. til Kína, Rússlands og Þýskalands.
Í augum okkar venjulegra Íslendinga er um að ræða veðurkönnunar loftbelg, en látið ekki blekkjast!
Hér er nefnilega á ferðinni fljúgandi furðuhlutur frá Kína.
Hversvegna hann sveimar yfir hinu fimmhyrnda húsi sem við sjáum á myndinni er ekki gott að segja en við reiknum með að um sé að ræða njósnir af einhverju tagi og það sé ekki einungis verið að taka myndir af gerseminni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli