Fæðuöryggi í boði Framsóknar og eldfjöllin sem leka

 


Í grein ,,oddvita Framsóknar í Suðurnesjabæ" (hér að ofan) kemur fram ýmis fróðleikur og þar er fyrst að telja, að meðalaldur bænda er um 60 ár, framlög samkvæmt búvörusamningum nema 17,2 milljörðum og af því fær nautgriparæktin 8,4 milljarða, sauðfjárræktin 6,2 milljarða, garðyrkjan milljarð og síðan eitthvað sem heitir rammasamningur 1,5 milljarða.

Eins og nærri má geta þykir Framsóknarmanninum þetta ekki nóg og segir ,,Leggja þarf aukið fé til bú­vöru­samn­inga að mínu mati til að stuðla að til­vist bænda í ís­lensk­um land­búnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í ramma­samn­ing­inn og vinna mark­visst að því að hvetja ungt og kraft­mikið fólk til starfa í land­búnaði."

Og skorar því á: ,,sam­flokks­menn [sína] þing­menn og ráðherra Fram­sókn­ar­flokks­ins, að beita sér fyr­ir því að þessi end­ur­skoðun bú­vöru­samn­inga tryggi styrk­ari stoð und­ir fæðuör­yggi ís­lensku þjóðar­inn­ar."

Já, hvar stæði þjóðin án Framsóknarflokksins og ,,réttlátra" styrkveitinga Framsóknarmanna?


Eldfjöll er víðsjálsverð, gjósa af og til og valda ursla og nú er komið í ljós að þar með er ekki allt upp talið.
Upp úr þeim rýkur meira af eimyrju þegar þau eru í dvala, en þegar þau gjósa og augljóslega er þar komið nýtt vandamál fyrir umhverfisáhugafólk til að hugsa um.
Hvernig tappi verður rekinn í þessi ódælu ferlíki er ekki gott að segja, en vonandi leggs mönnum eittvað gott til!


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...