Í grein ,,oddvita Framsóknar í Suðurnesjabæ" (hér að ofan) kemur fram ýmis fróðleikur og þar er fyrst að telja, að meðalaldur bænda er um 60 ár, framlög samkvæmt búvörusamningum nema 17,2 milljörðum og af því fær nautgriparæktin 8,4 milljarða, sauðfjárræktin 6,2 milljarða, garðyrkjan milljarð og síðan eitthvað sem heitir rammasamningur 1,5 milljarða.
Eins og nærri má geta þykir Framsóknarmanninum þetta ekki nóg og segir ,,Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði."
Og skorar því á: ,,samflokksmenn [sína] þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins, að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar."
Já, hvar stæði þjóðin án Framsóknarflokksins og ,,réttlátra" styrkveitinga Framsóknarmanna?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli