Í miðlinum zerohedge.com er spurt þeirrar spurningar (í fyrirsögn) hvort Rússland sé ,,grænasta" land heimsins?
Birtar eru nokkrar myndir sem sýna dreifingu skóga og svarið við spurningunni liggur fljótt fyrir þegar málið er skoðað.
Hér að neðan er dálítill úrdráttur af greininni, en best er að lesa hana með því að nota tengilinn sem er hér að ofan.
Á fyrstu myndinni sést hvernig skóglendið dreifist yfir heimsbyggðina.
Á mynd hér að ofan er tafla sem sýnir skóglendi mælt í milljónum hektara.
Asía
Suður Ameríka
Afríka
Norður Ameríka
Og að lokum eru það hin glötuðu skóglendi sem við sjáum á síðustu myndinni hér fyrir neðan.
Í texta í lok greinarinnar segir á þá leið, að þó Kína og nokkur önnur lönd hafi sannað að hægt sé að rækta upp skóga, þá sé ekki svo á öðrum svæðum heimsins.
Þá segir, að síðan árið 2000 hafi tapast yfir 104 milljónir hektara af óspilltu og ósnortnu skóglendi og að árið 2020 hafi eyðilagst yfir 10 þúsund ferkílómetrar af Amazon skóglendinu vegna vegagerðar.
Það eru við mennirnir sem berum ábyrgðina á þessari þróun og gjörðir okkar valda loftslagsbreytingum sem flýta fyrir eyðingunni
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika árið 2022 sem haldin var í Montréal, skuldbundu þjóðir heimsins sig til að snúa þróuninni við og vernda vistkerfin og að ná því fram fyrir árið 2030.
Greininni lýkur með þeim orðum að ,,enn sé von fyrir skóga heimsins".
Við skulum vona að það sé rétt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli