Íslensk kornrækt

 

Grein er 16/3/2023 í Morgunblaðinu um möguleika kornræktarinnar.

Hægt er ,,að stór­auka korn­rækt [...] hér á landi. Sviðsmynd fyr­ir þróun korn­rækt­ar til árs­ins 2027 sýn­ir 25 þúsund tonna upp­skeru sem er ríf­lega tvö­föld­un á þeim 10.700 tonn­um sem áætlað er að rækt­un­in hafi skilað á síðasta ári og sviðsmynd fyr­ir árið 2033 sýn­ir 48.500 tonna upp­skeru".

Meðal þeirra atriða sem fram koma í greinargerð þriggja sérfræðinga er að nægjanlegt land sé til að hægt sé að stórauka kornrækt í landinu. 

Gert er ráð fyrir að ræktunin verði að stærstum hluta á Suðurlandi og að stefna ætti á tæplega 50.000 tonna framleiðslu í heild og þ.a. um 30.000 tonn á Suðurlandi. 

Lagt til aða komið verði upp kornsamlagi sem taki við korni til þurrkunar, sem verði gert með heitu vatni og að sú starfsemin verði í Flóahreppi.

Gert er ráð fyrir að ríkið greiði árlega hálfan milljarð í kornræktarsjóð til stuðnings við ræktunina og fjárfestingu í þurrkstöðvum o.fl.

,,Marg­ar skýrsl­ur hafa verið skrifaðar um að efla korn­rækt en lítið orðið úr aðgerðum. Svandís Svavars­dótt­ir mat­vælaráðherra sagði á kynn­ing­ar­fundi í gær að aðgerðaáætl­un þessi bæri þó af vegna þess hversu ít­ar­leg hún er. Til­lög­urn­ar séu mik­il­vægt inn­legg í umræðuna og þær verði skoðaðar í ráðuneyt­ingu, meðal ann­ars við vinnu við fjár­mála­áætl­un. Hún seg­ist finna að raun­veru­leg­ur póli­tísk­ur vilji sé nú til þess að fylgja þessu máli eft­ir og ít­rek­ar sinn vilja til þess að efla korn­rækt í land­inu."


 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...