Grein er 16/3/2023 í Morgunblaðinu um möguleika kornræktarinnar.
Hægt er ,,að stórauka kornrækt [...] hér á landi. Sviðsmynd fyrir þróun kornræktar til ársins 2027 sýnir 25 þúsund tonna uppskeru sem er ríflega tvöföldun á þeim 10.700 tonnum sem áætlað er að ræktunin hafi skilað á síðasta ári og sviðsmynd fyrir árið 2033 sýnir 48.500 tonna uppskeru".Meðal þeirra atriða sem fram koma í greinargerð þriggja sérfræðinga er að nægjanlegt land sé til að hægt sé að stórauka kornrækt í landinu.
Gert er ráð fyrir að ræktunin verði að stærstum hluta á Suðurlandi og að stefna ætti á tæplega 50.000 tonna framleiðslu í heild og þ.a. um 30.000 tonn á Suðurlandi.
Lagt til aða komið verði upp kornsamlagi sem taki við korni til þurrkunar, sem verði gert með heitu vatni og að sú starfsemin verði í Flóahreppi.
Gert er ráð fyrir að ríkið greiði árlega hálfan milljarð í kornræktarsjóð til stuðnings við ræktunina og fjárfestingu í þurrkstöðvum o.fl.
,,Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um að efla kornrækt en lítið orðið úr aðgerðum. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði á kynningarfundi í gær að aðgerðaáætlun þessi bæri þó af vegna þess hversu ítarleg hún er. Tillögurnar séu mikilvægt innlegg í umræðuna og þær verði skoðaðar í ráðuneytingu, meðal annars við vinnu við fjármálaáætlun. Hún segist finna að raunverulegur pólitískur vilji sé nú til þess að fylgja þessu máli eftir og ítrekar sinn vilja til þess að efla kornrækt í landinu."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli