Brýrnar yfir Ölfusá

 

2023-04-16Brúin sem nú er yfir Ölfusá við Selfoss var tekin í notkun 1945 og samkvæmt því, er um nær áttrætt mannvirki að ræða.

Umferð hefur aukist gífurlega síðan brúin var byggð og stærð og þungi ökutækjanna sem yfir hana fara sömuleiðis

Sem dæmi um umferðarþungann, er hægt að segja frá því, að jafnlangan tíma tók að komast yfir brúna og austur að síðasta hringtorginu á leiðinni í gegnum Selfoss síðdegis föstudaginn var og það tók síðan að aka þá 16 kílómetra sem eftir voru til heimilis þess sem þetta ritar. Þegar komið var úr síðustu ferð til Reykjavíkur.

Umferðarþunginn og hraðinn var slíkur að gangandi einstaklingur hefði auðveldlega fylgt hraðanum og það án spretttöku!

Af þessu sést að tímabært er að ráðast í byggingu nýrrar brúar yfir ána við Selfoss og nú er það ákveðið og til stendur að bjóða út hið nýja mannvirki.

Á ,,timarit.is" er morgunblaðsgrein um vígslu núverandi brúar sem árið 1945 var mikið og gott mannvirki, sem staðið hefur af sér síaukið álag allt til dagsins í dag.

Álagið er orðið svo mikið að áhöld eru um, hvort óhætt sé að auka þar við, með lagningu nýrrar hitaveitulagnar sem fest yrði við brúna til að koma heitu vatni úr nýrri borholu austur yfir Ölfusá.

Selfoss hefur síðustu ár stækkað mikið og það sama má reyndar segja um byggðina alla í Árnessýslu og því er það, að þörf er fyrir aukið framboð af heitu vatni.

Nú er sem sagt fundið meira af heitu vatni vestan ár og er talið að vatnsmagnið geti dugað eitt þúsund manna byggð.

Vonandi gengur vel að byggja þá nýju brú sem ætlunin er að ráðast í að byggja 

2023-04-15 (2)aðeins ofar en þá gömlu, sem samkvæmt myndum sem sést hafa af því fyrirhugaða mannvirki, verður það mikill fegurðarauki á svæðinu.

Það má hverjum manni vera ljóst að það þolir enga bið að ráðast í byggingu hinnar nýju brúar og ljúka þarf því verkefni áður en sú sem nú er notast við gefur sig undan álaginu.

Núverandi brú kom í stað fyrri brúar sem gaf sig og féll á sínum tíma í ána og á Wikipedia má lesa um það að mjólkurbíll hafi komið með annan í togi og þá hafi annar brúarstrengurinn slitnað og báðir bílarnir fallið í ána.

Annar bíllinn lenti á grynningum, þaðan sem hægt var að bjarga honum, en hinn fór í hyldýpið, en bílstjóranum tókst að bjarga sér á fljótandi varadekki.

Enginn vill að neitt þessu líkt endurtaki sig og til að gera sem unnt er til að svo fari ekki, þarf að koma ný brú yfir ána sem allra fyrst.

Eins og fyrr var sagt í þessum pistli, er vafamál hvort óhætt sé að hengja nýtt hitaveiturör í núverandi brú og af því má sjá að það stendur orðið tæpt að núverandi brú þoli það sem lagt er á hana.

Hér fylgir með mynd af frétt Morgunblaðsins af fundi hinnar nýju hitaveituæðar og fyrirsögnin talar sínu máli.

Lengi er búið að þrefa um staðsetningu nýrrar brúar og oft hefur verið hent gaman að því, þegar fyrrverandi bæjarstjóri á Selfossi var eitt sinn spurður hvar ætti að hafa hina nýju brú, þ.e. þá sem nú er rætt um og búið er að ákveða að byggja.

Svarið var eitthvað á þá leiða að hún yrði að vera ,sem næst' hinni gömlu og þar sem ,,næst" er teygjanlegt hugtak, þá ættu sem flestir að geta verið ánægðir með þá staðsetningu sem búið er ákveða!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...