Byggingin sem senn fær nafn og holan sem hvarf

 

Holan þeirra tveggja félaga sem eitt sinn voru, er orðin að húsi hinna íslensku fræða, húsi sem gefið verður endanlegt nafn í dag 19. apríl.

Menntamálaráðherra skrifar af því tilefni grein sem birtist í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni ,,Til hamingju", þar sem hún rekur tilgang hússins og segir: 

,,Húsið á að hýsa starf­semi Stofn­un­ar Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum og Íslensku- og menn­ing­ar­deild Há­skóla Íslands og verður miðstöð rann­sókna og kennslu í ís­lensk­um fræðum: tungu, bók­mennt­um og sögu. Þar verða jafn­framt varðveitt frum­gögn um ís­lenska menn­ingu, þ.e. hand­rit, skjöl, orða- og nafn­fræðisöfn og þjóðfræðasöfn. Í bygg­ing­unni eru ýmis sér­hönnuð rými, svo sem fyr­ir varðveislu, rann­sókn­ir og sýn­ingu á forn­um ís­lensk­um skinn­hand­rit­um, vinnu­stof­ur kenn­ara og fræðimanna, lesaðstaða fyr­ir nem­end­ur, fyr­ir­lestra- og kennslu­sal­ir og bóka­safn með lesaðstöðu."

Árum saman stóð grunnur hússins óhreyfður og ritari man eftir að hafa séð að trjágróður hafi verið búinn að koma sér fyrir í lágkúrunni; eins og náttúrunni fyndist sem gera þyrfti eitthvað til að bæta tjónið sem búið var að vinna.

Svo fór að til valda komst fólk sem hugsaði lengra en fram að litlu tá; fólk sem sá að við svo búið mátti ekki standa og því er nú risið veglegt hús upp úr holunni góðu, núverandi ráðamönnum til sóma og vonandi þjóðinni allri og þar með töldum þeim sem, þótti holan vegleg, glæsileg og fögur.

Ef til vill var eitthvað táknrænt við það að meistarar Hrunsins skyldu hafa komið sér upp minnismerki sem var niðurávið og ef svo var, þá er sjálfsagt að virða það og koma upp, eða öllu heldur niður, nýrri holu fyrir félagana tvo til að gleðjast yfir.

Holan sú gæti verið á afviknum stað og með góðu aðgengi samt og jafnvel stiga niður í, til að fólk gæti dáðst að gerseminni. Rétt er að mæla með því, að þeirri holu yrði valinn staður þar sem hæfilega djúpt væri á fast til þess að ekki þyrfti  að sprengja neitt!

Því fylgdi líka sá kostur að hún gæti verið fljót að fyllast af vatni og ef svo færi væri möguleiki á að setja fljótandi líkneski með félögunum tveimur, fljótandi í festum á pollinum.

Gæti orðið vinsælt mannvirki fyrir ferðamenn til skoðunar á mannvirkjagerð með öfugu formerki. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...