Í Bændablaðinu er forystugrein eftir formann Bændasamtakanna undir yfirskriftinni ,,Landbúnaður í fjármálaáætlun“, en þar er margvíslegt fleira efni sem vert er að kynna sér, svo sem grein um kornsamlög sem fyrirhuguð eru á Suðurlandi og í Borgarfirði og eins og við má búast eru líka til umfjöllunar svokallaðir ,,búvörusamningar“, sem þegar að er gáð, eru um sumar búvörur og aðrar ekki.
Í grein sinni segir Gunnar Þorgeirsson m.a.: ,,Haldnir
hafa verið fjórir fundir um þau atriði sem fulltrúar bænda á búgreinaþingi
samþykktu. Þar koma fram ýmis […] atriði
sem nauðsynlegt er að laga […]. […] staðan [er] erfið og við þessa endurskoðun
hafa fulltrúar í samninganefnd ríkisins […] enga heimild til að semja um aukna
fjármuni inn í samningana […].“
Gunnar veltir því síðan fyrir sér hvernig hægt sé að tryggja hagsmuni bænda þegar vilji mótaðilans sé enginn og er þá bleik brugðið, þegar í ríkisstjórninni sitja hvorki meira né minna en fjórir ,,framsóknarflokkar“ hvað þessi málefni varðar.
Gunnar bendir
þó á að 500 milljónir séu væntanlegar árlegar til eflingar kornframleiðslu, svo
ekki eru bændur alveg vinalausir í ríkisstjórninni.
_ _ _
Í feitletraða textanum hér að neðan, sem er inngangur og síðan niðurlag fréttar í Bændablaðinu, kemur fram athyglisverð niðurstaða greiningar Önnu Kristínar Agnarsdóttur lögfræðings á búvörusamningunum:
,,Búvörusamningar geta ekki talist ígildi
kjarasamnings og Bændasamtök Íslands geta ekki talist vera stéttarfélag
búvöruframleiðenda, að mati Önnu Kristínar Agnarsdóttur
lögfræðings, sem nýlega fjallaði um búvörusamninga í lokaritgerð sinni frá
lagadeild Háskólans á Akureyri.“
Og:
,,Niðurstaðan er þó sú að samtökin geta ekki talist vera stéttarfélag í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur.“
Oft hefur svo virst, sem sauðfjár og kúabændur litu á sig sem launþega hjá ríkinu. Samkvæmt þessu er svo ekki og eru það allnokkrar fréttir, a.m.k. fyrir þá sem framar voru í upptalningunni!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli