Áætlunin mikla og virkjun sem gæti orðið.

 

Samgönguáætlunin sem getur orðið að veruleika einhverntíma, en hætt er við að mörg ljón verði á veginum, sé tekið mið af því hvernig gengur að koma af stað virkjunum þjóðinni til hagsbóta.

Það er orðin gömul tugga að sumir áhrifamiklir þjóðfélagsþegnar, viti ekki hvernig veruleikinn er, telja að ljós kveikni á lampa við það eitt, að rofi skipti um stöðu, eða að ýtt sé á takka o.s.frv.

Samt er eins og tuggan sé veruleiki, að hugsun fjölda fólks nái ekki út fyrir þúfu sem ekki má bylta, stein sem ekki má flytja milli staða og þannig áfram.

Við eigum að vera í landinu okkar til þess að vera þar og síðan ekki söguna meir og þó, því ekki er þetta svo einfalt, því allir vilja fá sína vinnu, sitt kaup, sitt húsnæði og geta hoppað upp í sinn bíl og flugvél.

Allt á þetta að gerast en þó þannig, að ekkert sé gert til að það geti gerst!

Rafmagn verður til með ýmsum hætti, eða réttara sagt, það er hægt að fara ýmsar leiðir til að búa það til og það eru ekki allar þjóðir svo heppnar, að geta virkjað rennandi vatn til að framleiða það.

Nýlegt dæmi er um virkjun á stríðssvæði þar sem stíflugarður brast og af því hlutust margvíslegar áhyggjur, því ekki einungis var rennsli árinnar notað til að framleiða raforku, heldur var líka um að ræða vatnssöfnun til kælingar kjarnorkuvers þar í grennd og hér er ,,grennd" teyjanlegt hugtak.

Sumar þjóðir eru sem sé þannig settar, að þær þurfa að notast við kjarnorku til að framleiða rafmagn.

 Við erum það ekki, en gætum ef til vill orðið það, ef fram heldur sem horfir, að hvergi megi virkja þá hreinu orku sem í fallvötnum og jarðhita býr.

Eitt sinn var því haldið fram að það góða við vitleysuna væri það að  hægt væri að leiðrétta hana, verra væri með heimskuna því hún væri ólæknandi!

Við höfum komið okkur upp regluverki sem er þannig úr garði gert, að nær útilokað er að vinna innan þeirra reglna sem ætlast er til að farið sé eftir.

Það sannast vel varðandi áformin um virkjun í Þjórsá þ.e. Hvammsvirkjun, því þar þvælist hver reglugerðin fyrir annarri og nær endalaust er hægt að finna nýja leið til að hindra að virkjunin nái fram að ganga.

Á þessu þarf að taka þjóðinni til heilla, því hrein orka er ótrúlega gott innlegg í þjóðarbú, auðlind sem við megum vera fegin að fá að búa við og njóta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...