Í Staksteinum Morgunblaðsins í þann 14/06/2023, er rifjaður upp pistill eftir Wernir
Ívan Rasmundsson, sem birtist í blaðinu í daginn áður.
Yfirskrift pistilsins, sem er til umfjöllunar, er ,,Fílabeinsturninn" og er þar fjallað um Alþingi, ríkisstjórnina og ráðuneytin þ.e.a.s. þau sem dvelja í turninum þar sem gluggarnir snúa allir frá landinu.
Grein Werners er þess virði að eftir sé tekið, hún lesin og hugleidd.
Höfundur telur áhuga alþingismanna vera líkastan því sem sagt mun hafa verið um Nelson flotaforingja, að kíkirinn sé settur fyrir blinda augað og staðan metin síðan eftir því útsýni sem þá blasir við!
,,Framganga sumra alþingismanna minnir á umskiptinga", segir Werner og svo sannarlega er hægt að taka undir það.
Eitt af því sem Werner nefnir í grein sinni er matið á tjóni því sem fólk varð fyrir í snjóflóðunum sem féllu í Neskaupstað s.l vetur.
Matið vakti athygli, en ekki fyrir það hve það væri rausnarlegt, heldur hið gagnstæða.
Þjóð veit þá tveir vita og þannig var að þjóðin hafði séð myndir í sjónvarpi af því sem gerst hafði og furðaði sig því hvernig hægt var að komast að þeirri niðurstöðu sem raun varð. Skýringin kom fram og reyndist vera, að ,,sjálfsáhættan" nam um fjórfaldri þeirri upphæð sem tryggingin bætir.
Eða eins og sagt var: Þú telur þig vera tryggðan fyrir tjóni á húsnæði þínu, en þegar tjónið hefur verið gert upp:
Taparðu góðri íbúð og færð í staðinn eitt herbergi með aðgangi að salerni.
_ _ _
Umskiptingsleg framkoma sumra þingmanna er líka nefnd í greininni og ekki að ófyrirsynju.
Á Alþingi virðast menn, sumir hverjir, hafa það að markmiði að segja sem minnst í sem flestum orðum og því er líkast sem gjálfrið sé sérstakt markmið, en ekki það sem í orðunum felst.
Ríkissjóður er stórskuldugur, en það ku vera í góðu lagi, vegna þess að aðrir ríkissjóðir eru skuldum vafðir líka!
Skuldasúpa leysist upp og hverfur með lyftingu skuldaþaks, svo vísað sé vestur um haf, og þar með er súpan úr sögunni að því sem alþingismenn virðast halda.
Werner víkur að ráðstefnufundinum sem haldinn var í Hörpu á dögunum og hvernig peningar þjóðarinnar lágu á lausu og var dreift í það verkefni.
Gera má ráð fyrir að það hafi verið minnimáttarkennd smáþjóðar sem olli, eða líklega réttara sagt forsvarsmanna hennar sem þar birtist, því þjóðin var einskis spurð, út í það sem birtist henni varðandi varðandi þann makalausa hitting.
Það mun hafa verið Sunnak breski forsætisráðherrann kom sá og sigraði, með því að koma snöggt og fara fljótt.
Zelensky hinn stríðsglaði kom hvergi og olli knúsínum sínum þar með ómældum vonbrigðum.
_ _ _
Það mun síðan hafa verið í fyrradag sem sagt var frá draumórum Framsóknar varðandi vegagerð.
Draumarnir eru um að brúa allt sem brúað verður og bora jarðgöng af slíkum krafti að fjöllin munu líkjast svissneskum osti að því öllu yfirstöðnu.
Kosningabragð er af og eins og svo oft hjá Framsókn gleymist hvernig fjármagna skuli hugmyndirnar, en kannski er sumt svo ódýrt og einfalt, að ekki þarf að fjármagna það!
Á sínum tíma fengum við að sjá hugmyndir að göngum sem bora átti og síðan voru boruð gegnum Vaðlaheiði. Göng sem áttu að greiðast af sjálfu sér og voru gæluverkefni fyrrverandi ráðherra úr norðausturkjördæmi.
Svo fór að leita þurfti á náðir ríkissjóðs í kassann hinn botnlausa, - eða sífulla sé tekið mið af ráðslagi núverandi ríkisstjórnar.
Gangnasmiðirnir voru dregnir að landi og reikningurinn sendur á ríkissjóð og þá sem um göngin fara og verri gat lausnin reyndar orðið!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli