Ísrael, Rússland og Prígó

 Hernám Ísraelsmanna á Austurbakkanum virðist engan enda ætla að taka og er 

Skjámynd 2023-06-24 111705svo að sjá að um sé að ræða mál sem heimsbyggðin er ýmist búin að gleyma, eða vill að minnsta kosti sem minnst af vita.

Um það er þó fjallað í Morgunblaði dagsins (24/6/2023) og ísraelskur blaðamaður er væntanlegur til landsins til að vekja okkur og fræða um stöðuna.

Hann mun ætla að fjalla um átökin, afleiðingar þeirra og þá fjarstæðu sem hann telur vera, að Ísraelsríki teljist til lýðræðisríkja.

Í blaðinu er líka sagt frá því að fyrrverandi ráðherra hyggist fara í framboð og endurnýja kynni sín af Alþingi og vafalaust hefur hann margt gott til málanna að leggja á þeim vettvangi, beri framboð hans þann árangur að hann nái inn á þing.

Í Rússlandi virðist sem allt sé að fara úr böndunum og sannast þar hið fornkveðna: Að illt er að ala sér nöðru við brjóst.

 

Prígókin mun hann heita sá ,,góði" maður sem hefur fundið fjöruna sína í því ,,starfi", að berjast með herdeild sinni fyrir hvern þann sem greiða vill fyrir verkið; er ,,vinur" í dag en hvað hann er á morgun veit enginn.

Málaliðar eru ekki óþekkt fyrirbæri í sögunni og bloggari minnist þess að oft var talað um málaliðaher í Alsírstríðinu þegar Frakkar háðu þunga glímu á þeim slóðum og fleiri dæmi mætti til taka.

Þeir eru ábyggilega víðar á ferð, en einkennilegt er að velja sér starfa af þessu tagi. Flestum finnst víst nóg að þurfa að vera kallaðir í her til að standa vörð um eða verja föðurland sitt, en hér er eitthvað annað á ferð og augljóslega valt á slíkan fénað að treysta.

Putin hefur valið sér þennan gaur til verka og nú er svo að sjá að her Rússlands þurfi bæði að sigra hinn úkraínska NATO rekna her Selenskís og að auki málaliðana hans Prígó og þurfi líklegast að snúa sér að þeim fyrst!

Það nýjasta í málinu er að Prígó þessi virðist hafa fengið hæli í Hvíta Rússlandi og hermenn hans munu vera í þann veginn að ganga í rússneska herinn!

Hvað verður að þessu pári loknu, er ekki gott að spá fyrir um.

Útboðum Landsvirkjunar varðandi byggingu Hvammsvirkjunar er búið að fresta sem vonlegt er, því komið er í ljós að til reyndist vera stofnun í samfélagi okkar sem mönnum hafði sést yfir að til væri. Enga virkjun hér, nú, eða þá, kom upp úr rykfullum skúffum þess fyrirbrigðis og skiptir þá engu hvort íslensk þjóð þarfnast meira rafmagns eður ei.

Þeir sem hafa völdin búa í skúffum og þeir kváðu upp sinn dóm!

Við eigum sem sagt okkar Prígó eða Prígóa, þó öðruvísi séu en austur í Rússíá.

Sitjum því uppi með bann við hvalveiðum, bann við virkjunum og bönn (já í fleirtölu!) við urðun hvalshræja sem rekið hafa í fjörur.

Bann við öllu sem ekki er sérstaklega leyft og bönn við því líka eins og dæmin sanna, s.s. sem varðandi hvalveiðar og Hvammsvirkjun.

Hundarnir elta skottið sitt í galsa og kæti, við eltumst við nefndafargan í fullkominni ókæti! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...