Óþörf árárargirni, skotvopn og olía

 



Hvenær menn eru hæfilega árásargjarnir er ekki gott að segja, en eins og hér má sjá þá er það niðurstaða bandarísks talsmanns að Kínverjar sýni  „óþarf­lega árás­ar­gjarna hegðun“.

Sjálfsagt er að tak mark á orðum mannsins, enda fáir færari í að dæma um hvenær eitthvað sé komið út í öfgar í þessu efni en bandaríski herinn, eða réttara sagt ,,talsmaður“ hans.

Kínverjar hafa að mestu haldið sig til hlés í hernaðarbrölti, nema hvað þeir sendu fljúgandi furðuhluti til Bandaríkjanna, sem vöktu bæði kæti og gremju. Kæti vegna þess að í ljós kom að um villuráfandi veðurbelgi var að ræða, en gremju vegna þess að engar geimverur fundust í brakinu þegar búið var að skjóta gersemarnar niður.

Íslenska eyðslustjórnin tók sig til á dögunum og blés til mikillar veislu í Hörpu; veislu sem lengi mun verða í minnum höfð vegna þess hve vel tókst til með að eyða peningum þjóðarinnar í ekki neitt, nema hvað veislan var góð og það að mestu vegna þess hve hún stóð stutt.

Sádi-Arabar ætla að minnka olíuframboð sitt vegna samdráttar og verðfalls á olíumarkaði, líklega samt ekki vegna aukinnar rafbílavæðingar, heldur einhvers annars, og grunurinn fellur á Rússa sem eins og við vitum eru sífellt að gera eitthvað sem ekki á að gera og eitt af því er að selja afurðir sínar úr landi, þjóð sinni til fjáröflunar, en það má alls ekki ekki gera ef menn eru Rússar.

Hvernig þetta allt fer og hvenær Kínverjar verða hæfilega árásargjarnir að mati þeirra bandarísku er ekki gott að segja, en ef til vill gæti það orðið þegar þeir eru búnir að fá aðild að hinni amerísku usu og hjúfra sig malandi þar upp að Jóa á framtíðarheimili stjórnmálamanna með elliglöp.

Katrínarstjórninni tekst örugglega að finna nýja leið til að sólunda íslandskrónum, því alltaf má finna annað skip og föruneyti að úkraínustríðinu loknu, Sádunum mun takast að skrúfa upp olíuverðið og þá verður allt best í besta heimi allra tíða. Svo má ekki gleyma blessuðu og frelsandi rafmagnsgræjunum!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...