Eitt er sagt og annað ósagt



Ömuleikinn, hryllingurinn og skelfingin, sem hellst hefur yfir úkraínsku þjóðina á síðustu árum og áratugum er verri en með orðum verði lýst, en tekur þó ekki fram úr ýmsu því sem sagan greinir okkur frá.

Flest þekkjum við orðið rödd Zelensky eftir að hafa heyrt hana í fréttatímum um margra mánaða skeið. Skiljum fæst nokkuð af því sem þar er sagt, en trúum því sum, að fréttamaðurinn, sem fer síðan með orð hans, fari rétt með.

Til eru þeir sem láta sér ekki nægja einfaldleikann og vilja kafa dýpra og á Youtube má nálgast umfjallanir sem hér að neðan eru slóðir inn á og sé eitthvað meira að marka það sem þar kemur fram, en það sem fram hefur komið víða annarstaðar, er svo sannarlega ekki allt sem sýnist.

Rétt er að vara við því að í þáttunum er sögð:

Saga sem ekki virðist mega segja og jafnframt saga, sem ekki hefur mikið verið sögð áður.

Það er vissulega dapurlegt að svona sé komið fyrir landinu sem um er að ræða, og að hluti þjóðarinnar hafi séð sér þann kost skárstan, að flýja land; forða sér frá öllu sínu, forða sér frá sinni heimaslóð.
Forða sér frá ríki og samfélagi, þar sem það hefur lifað og búið, samfélagi sem nú er afar illa komið fyrir.
Rétt er að vara við því, að áhorf á samantekt Scott Ritters vekur engan fögnuð, frekar depurð.


Hér verður ekki fjallað um þættina meira að sinni, en þeir eru nokkurt innlegg í dapurlega sögu sem við Íslendingar höfum dregist talsvert inn í, fyrir tilstuðlan ríkisstjórnar okkar og annarra aðila og sumra og vonandi flestra, vel meinandi.

Árekstrar og ófriður er ekki nýr í þeim löndum sem um er að ræða og gildir þar jafnt um, hversu langt sem farið aftur í sögunni.

Þar hafa utanaðkomandi þjóðir æði oft átt hlut að máli, ýmist með beinum hernaðarafskiptum, eða á annan hátt, allt frá Víkingum til Gengis Kan, Napóleons og Hitlers og er þá ekki allt upp talið!

Nú bætast við ný átök með manndrápum og eyðileggingu, með stuðningi utanaðkomandi þjóða og þ.á.m. Íslands!

Hver hefði átt von á því?



 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...