Hvar eru við og hvert erum við að fara?

 ,,Sveitarfélögin í mjög erfiðri stöðu", ,,Við verðum að gera þetta hraðar", ,,Íbúar landsins orðnir 395.578" og ,,Þarf að vanda leyfisveitingar", eru nokkrar þeirra fyrirsagna sem sjá mátti í fréttum í liðinni viku.

Skjámynd 2023-08-17 142624Það eru málefni hælisleitenda sem eru umfjöllunarefni þeirrar fyrsttöldu og þar segir frá því að sveitarfélögin séu í afar erfiðri stöðu varðandi það rísa undir því sem fylgir hinu mikla aðstreymi flóttamanna til landsins.

Þar segir einnig frá því að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu harmi stöðu þeirra hælisleitenda sem ekki geti notið grunnþjónustu vegna breytinga sem gerðar voru á útlendingalögum.

Málið er erfitt og snúið, eins og nærri má geta og ekki gott til þess að hugsa, ef fólk fer að verða úti á komandi vetri, sem nálgast hratt.

Þó nær ómögulegt sé til þess að hugsa í þeirri veðurblíðu sem verið hefur, að svo geti farið.

Vandi yfirvalda er mikill og þau sem frammi fyrir vandanum standa, eru sannarlega ekki öfundsverð.

Vonandi finnst einhver ásættanleg lausn á málinu fyrr en seinna og fréttir hafa borist af því að viðræður hafi verið í gangi þar um milli sveitarfélaganna og ríkisins.

Virkjanamálin hafa líka verið til umræðu og augljóst má vera að þar erum við sem þjóð komin í öngstræti vegna, að því sem virðist vera ótakmarkaðir möguleikar til að hindra virkjanir vatnsfalla, svo sem sást nýlega varðandi virkjun í Þjórsá. Þar sem úr einhverjum afkima, spratt eitthvað fyrirbrigði fram og hindraði að hægt væri að fara af stað með framkvæmdir með Hvammsvirkjun í Þjórsá.

Íbúar landsins eru orðnir tæp fjögur hundruð þúsund og því má hverjum vera ljóst, að styrkja þarf innviði og þar á meðal raforkukerfið.

Eitthvað fer það þó þversum í einkavini náttúru landsins, sem vilja sem aðrir hafa aðgang að því sem þarf, en það má helst hvergi ná í það!

Vissulega þarf að vanda leyfisveitingarnar og það var gert í þessu tilfelli, en niðurstaðan varð sú að þyngra ætti að vega, það sem fram kom á síðustu stundu og fáir muna hvað var, en hagsmunir heildarinnar.

Því er málið komið í bið og aflvélarnar sem nota átti, ekki í því ferli sem þær ættu að vera. Það tekur tíma að smíða þær sem annað þegar virkja skal vatnsföll.

Það er svo komið að undrast má þrautseigju þeirra, sem reyna að þoka framfaramálum áfram.

Seigla þeirra karla og kvenna sem þar eiga í hlut er aðdáunarverð og það svo, að verð er til heiðursverðlauna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...