Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, segir að vanda þurfi til leyfisveitinga (vegna virkjanaframkvæmda), en jafnframt að liðka þurfi um og einfalda þurfi kerfið, þegar að því kemur að að stuðla að grænni orkuöflun.
Og að þar sem verið sé að ráðstafa ótímabundnum gæðum, þá þurfi leyfisveitingin að vera tímabundin.
Í lok viðtalsins við blaðamanninn segir hún:
,,„Mig langar að taka undir með forstjóra Landsvirkjunar þegar það kemur að breytingum á lögum hvað varðar orkuöryggi almennings. Við höfum lagt sérstaka áherslu á þetta við stjórnvöld. Það þarf lagabreytingu hér til að tryggja öryggi almennings, óháð því hve mikið er framleitt hverju sinni. Samkeppni um raforku er mjög mikil og þá verður sífellt meira orkuóöryggi fyrir almenning.“"
Minnir hún síðan á, að ákvæði sem tryggði almennt orkuöryggi hafi áður verið í lögum, en hafi verið tekið út árið 2003!
Hvers vegna það var gert höfum við ekki vitneskju um, en augljóst má vera, sé tekið mið af uppákomunni sem varð vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar nú í sumar, að mikil þörf er á að taka þarf vel til í regluverkinu sem um þessi mál gildir.
Við sjáum að allt að því aðgerðaleysi hefur verið í orkumálunum síðustu tíu árin eða svo og í fyrirsögn fréttarinnar þar sem um þau er fjallað, er sagt að: ,,við verðum að gera þetta hraðar".
Það hefur blasað við hverjum sem vill, en það eru eru alvarlegir hnökrar í kerfinu, hnökrar sem þarf að leysa.
Mál Hvammsvirkjunar er skýrt dæmi þar um.
Þegar því er slegið upp, að hægt sé að spara tæpan hálfan milljarð vaknar áhugi, svo ekki sé meira sagt.
Þau tíðindi eru höfð eftir ráðherra í ríkisstjórninni Katrínar; ríkisstjórninni sem á í augljósum vandræðum er með að koma málum áfram vegna þess hvernig hún er saman sett.
Auk þess sem búið hefur veri til óþarflega flókið kerfi um þessi mál.
Flækjustig þar sem Einbjörn togar í Tvíbjörn, sem svo aftur togar í Þríbjörn, sem jafnvel tekur þá upp á því að toga aftur í Einbjörn og þannig áfram...!
Virkjanir hafa verið byggðar á liðnum tíma, allt frá þeim fyrstu og litlu og yfir í Búrfellsvirkjun og það var ekki fyrr en kom að Kárahnjúkavirkjun sem ófriðaröflin fóru á kreik svo um munaði.
Allir sem að þeirri virkjun koma geta staðfest, að þar er um að ræða mikið og glæsilegt mannvirki sem fært hefur landsfjórðungnum og þjóðinni allri björg í bú.
Það þarf sem sagt, að endurskoða kerfið, en auk þess þarf að leiðrétta afstöðu fjölda fólks sem í góðmennsku sinni og velvild sér drauga í hverju horni þegar rætt er um virkjanir.
Við þurfum að lifa í landinu og af landinu, en verðum að gæta þess að öfgaöflum og einsýni sé ekki gefinn frjáls taumur, þannig að valdið sé á endanum þar.
Á því hefur borið og á því þarf að ráða bót og þar eru góð rök byggð á traustum grunni besta leiðin.
Auk þess verður regluverkið að vera þannig, að á endanum sé það heilbrigð og vel rökstudd skynsemi sem ræður niðurstöðunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli