Vantraust, sverta o.fl.

 

Ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um orkumál, búsetuúrræði og hvalveiðar og er þá eflaust ekki nærri allt upptalið, en þeir eru sammála um eitt og það er, að hanga saman í ríkisstjórn svo lengi sem límið á stólsetunum heldur.

Þó er von hjá sumum og hún felst í því, að til eru þeir sem gætu hugsað sér að stíga fram og koma  með vantrausttillögu og það er meira að segja sagt í fyrirsögn að tillagan sé væntanleg!

Hvort af því verður veit víst enginn og um afdrif slíkrar tillögu er vont að spá, en svarta hagkerfið hefur vaxið mikið og sagt er að ólögleg starfsemi sé í flestum iðngreinum.

 ,,„Staðan er sú að eft­ir­lit með því að starfað sé á grund­velli til­skil­inna leyfa, þ.e. sveins- og meist­ara­bréfa, í iðngrein­um á Íslandi er lítið sem ekk­ert. Það er sam­bæri­leg staða í öll­um iðngrein­um. Ein­stak­ling­ar geta stofnað fyr­ir­tæki og veitt þjón­ustu án þess að hafa rétt­indi eða leyfi til þess.“" [...] ,,,,Vanda­málið er mun víðtæk­ara en áður var talið. „Það sem er verra er að stjórn­völd hafa ekki gefið neyt­end­um þau tæki sem þarf til að kanna hvort ein­stak­ling­ar séu með til­skil­in rétt­indi. Það er hvergi að finna op­in­bera skrán­ingu yfir þá sem hafa sveins- og meist­ara­próf. Neyt­end­ur eiga mjög erfitt með að átta sig á því hvort veit­andi þjón­ustu er til dæm­is í raun og veru húsa­smiður eða snyrti­fræðing­ur.“" [...] ,,Björg seg­ir ljóst að fylgni sé til staðar milli fyrr­greindra lög­brota og svarta hag­kerf­is­ins sem blómstri. „Þar sem ein­stak­ling­ar án rétt­inda greiða ekki skatta til sam­fé­lags­ins. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki á Íslandi starfa ekki í sam­ræmi við lög.“" 

Ljósi punkturinn er, að góður hagnaður er hjá Landsvirkjun, en dregst hins vegar saman hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...