Veiðar og stjórnlyndi

 Fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum, ákvað sjávarútvegsráðherra að banna hvalveiðar einum degi áður en þær áttu að hefjast.

Skjámynd 2023-08-23 065034

Er þar enn eitt dæmið um hvernig þeir sem ekki eru kunnugir atvinnurekstri geta lent í því að taka sérkennilegar ákvarðanir, einfaldlega af því að þeim dettur eitthvað í hug og sjálfsagt stundum vegna þrýstings frá fólkinu sem á bakvið þá sendur.

Lagasmiðum hefur auk þess tekist að búa svo um hnútana að ráðherrar geta misfarið með vald svo sem dæmi sanna.

Ekki má heldur gleyma þeim sem halda sig við rökin og finna það úr með röksemdafærslu að atvinnurekstur, af einu eða öðru tagi, sé ekki arðbær, en það er þannig með arðbærnina, að mat á henni getur farið talsvert mikið eftir því hver metur og á hverju hann byggir mat sitt.

Auðvelt er, svo eitt dæmi sé tekið, að færa rök fyrir því að sauðfjárbúskapur og kúabúskapur sé ekki arðbær, en þrátt fyrir það hefur sjálfsagt engum dottið í hugað banna þá starfsemi, þó vera kunni að mörgum þyki nóg um hve miklum peningum af almannafé er varið til styrktar búgreinunum. Það hefur verið mat manna að nauðsynlegt sé að halda þessari framleiðslu uppi til að tryggja matvælaframboð í landinu og um það hefur verið tiltölulega lítið deilt.

Eins og sést á fyrirsögninni hér að ofan, þá er það metið svo af Intellicon að: ,,Hval­veiðar hafa ekki verið arðbær at­vinnu­grein á síðustu árum í því rekstr­ar­um­hverfi sem grein­in hef­ur búið við og bein efna­hags­leg áhrif hval­veiða eru ekki mik­il í þjóðhags­legu sam­hengi, ef miðað er við út­flutn­ings­magn og verðmæti und­an­far­in ár."

Skjámynd 2023-08-26 060222Um skýrsluna segir forstjóri Hvals h.f., að í henni sé ekkert nýtt og bætir við: „Hval­veiðarn­ar eru at­vinnu­rekst­ur sem hef­ur átt und­ir högg að sækja hjá ákveðnum stofn­un­um hér á landi und­an­far­in ár. Ef fyr­ir­tækj­um er haldið frá rekstri eins og gerst hef­ur í okk­ar til­felli, þá er erfitt að gera það ár upp með hagnaði“.

Ef einhver ef fær um að meta hagkvæmni rekstrar fyrirtækisins, þá hlýtur það að vera Kristján Loftsson forstjóri þess!  

Það sem unnist hefur með hvalveiðibanninu er að besti tíminn til veiðanna er liðinn hjá, haustveðrin fara að láta á sér kræla og skipum og mannskap er gert erfiðara fyrir með að vinna vinnu sína.

Vonandi hefur það ekki verið tilgangurinn með banninu!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...