Holur minnisvarði

 Göngin sem gerð voru undir Vaðlaheiði stytta leiðina milli Akureyrar og 

Skjámynd 2023-09-04 080314Húsavíkur um 11 mínútur eftir því sem segir í Heimildinni.

,,Vaðla­heið­ar­göng stytta vega­lengd­ina milli Akur­eyrar og Húsa­víkur um 16 kíló­metra. Ef keyrt er á 90 km/klst. með­al­hraða stytta göngin því leið­ina um ell­efu mín­út­ur. Enn er hægt að keyra gömlu leið­ina um Vík­ur­skarð og sleppa þannig við að greiða í göng­in, en vetrarfærð á þeim fjalla­vegi getur verið erf­ið og hann er stundum ófær."

Auðvelt er að benda á önnur jarðgöng sem betur hefðu þjónað tilgangi og getað skilað arði fyrir þjóðina og nærsamfélag sitt.

Vaðlaheiðargöngin voru vinstrigrænt og framsóknar- áhugamál og niðurstaðan er taprekstur líkt og margir óttuðust.

Til samanburðar má geta þess, að stundum er ófært um Hellisheiði og jafnvel Þrengsli líka, en fáum hefur dottið í hug að raunhæft sé að gera göng undir þá heiði.

Undirritaður hefur aðeins einu sinni heyrt talað fyrir því af stjórnmálamanni og sá var úr Framsóknarflokknum og á framboðsfundi, í félagsheimili í sveit og fékk litlar undirtektir.

Göngin undir Vaðlaheiði voru gerð og þjóðin situr uppi með þau og tapreksturinn sem þeim fylgir.

Í grein Heimildarinnr segir m.a: ,,Rekstrartekjur félagsins jukust lítillega milli ára, úr 603 í 641 milljón króna, en fyrir staka ferð fólksbíls í gegnum göngin þarf að greiða 1.650 krónur.

Handbært fé um liðin áramót var einungis 56 milljónir króna. Íslenska ríkið breytti fimm millj­örðum króna af skuldum Vaðla­heið­ar­ganga hf. við rík­is­sjóð í nýtt hluta­fé í fyrra. Við það fór eignarhlutur þess úr 34 í 93 prósent.

Auk þess samdi ríkið við félagið um að lengja í lánum þess til árs­ins 2057 þannig að það greiði um 200 millj­ónir króna á ári af því.[...] Skuld Vaðlaheiðarganga við íslenska ríkið stóð í 14,8 milljörðum króna í lok síðasta árs. Afborgun þess árs af þeim skuldum er áætluð 53 milljónir króna."

Af þessu og fleiru sem kemur fram í greininni má sjá að að hið gamla spakmæli, að í upphafi skuli endinn skoða, er í fullu gildi. 

Eftir situr mannvirki sem þjóðin og þeir sem fara um göngin, þurfa að greiða með almannafé, sem betur mætti nýta til annarra og þarfari hluta. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...