Sameining og smalamennska

 Þessa dagana er það sauðkindin sem er tákn sameiningarinnar, að minnsta kosti í hugum sauðfjárbænda. Þeir dvelja senn á fjöllum í góðum félagsskap og 

Skjámynd 2023-09-04 071011sameinast um að koma kindum sínum til byggða, en á fjöllum hafa þær dvalið um skeið sér til eflingar og þroska.

Enginn Eyvindur og engin Halla hafa verið þar kindunum til hrellingar og vonandi hefur skepnunum vegnað vel en ekki er víst að gróðrinum þar uppi hafi liðið eins vel, en við vonum það þó og vísum til góðrar tíðar í sumar.

Eitt sinn á unglingsárum - um það leiti sem The Kinks héldu ógleymanlega tónleika í Austurbæjarbíói - fengum tveir vinir og hvorugur í fríi, að fara til haustsmölunar á sunnlenskri heiði og minningin lifir í okkur báðum enn. Rifjuðum það og tónleikana líka upp fyrir nokkrum vikum austur í Svíaríki og höfðum gaman af. Vonandi gengur smalamennskan vel og við óskum þess öll að bæði menn og skepnur komi heil heim.

Sameiningar.

Það eru ekki flokkar sem nú skal sameina, af flokknum sem er að hverfa og Skjámynd 2023-09-06 072508ekki sveitarfélög heldur né fyrirtæki, heldur skólar og ef að líkum lætur skal það allt fara á ,,háskólastig", því nú er enginn skóli með skólum nema háskóli sé og er óhætt að segja að minnimáttarkenndin brjótist út með ýmsum hætti.

Ekki er reyndar svo að ætlunin sé að allt nám skuli fara á háskólastig, þó eðlilegt sé að menn haldi það sé litið til þróunar síðustu ára.

Búnaðarskólar eru flestir ef ekki allir komnir á það stig og finnst mörgum það sérkennilegt ef ekki er hægt að stunda landbúnað öðruvísi en vera með slíka pappírsgráðu að baki sér og eftirfarandi fáránleika sá bloggari fyrir sér og skellti inn á samskiptamiðil og sem hér fylgir með lítið eitt lagfærður:

,,Sagan segir að til standi að sameina Kokkaskólann Vélskólanum, enda sé það eðlilegt því í öllum almennilegum eldhúsum sé eldavél og þar sem allir þurfi að borða, verði það Vélskólinn sem verði sleginn af.

Kettir setja stundum upp ,,stýri" og því sé eðlilegt að Stýrimannaskólinn verði sameinaður Landbúnaðarháskólunum, því þar hljóti að vera eitthvað kennt um ketti og stýri."

Framtíðardraumurinn sé síðan sá, að sameina í framhaldinu allt það sem áður var sameinað og jafnvel meira til.

Að þessu mun standa stjórnmálaflokkurinn, sem sameinaður er um það eitt, að hverfa samkvæmt skoðanakönnunum, þ.e.a.s. VG.

Að þessum hálfkæringi rituðum, skal það tekið fram, að alls ekki er víst að það sé nema gott eitt um það að segja að Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri sé breytt í fjölbrautaskóla, því líklegt er, að með því mætti spara peninga.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...