Siglt undir fölsku flaggi

 Það hefur verið haft fyrir satt, að gott sé að eiga góða að þegar á þarf að halda.

Í The Guardian er saga af því og í ljós kemur að hið gamla spakmæli ,,að peningar séu afl þeirra hluta sem gera þarf", er í fullu gildi.

Það er kunnara en frá þarf að segja, að viðskiptabann er við Rússland vegna stríðsins í Úkraínu frá mörgum ,,góðum" löndum en samt ekki öllum og það er vel hægt að komast framhjá því banni, ef vilji stendur til.

Við höfum heyrt af að Rússar kaupi það sem þeir þurfa, frá löndum sem ekki eru í hópi ,,hinna heilögu" ef svo má segja, löndum eins og Íran og fleiri, en það sem hér er til umræðu eru drónakaup Rússa frá Íran og við skoðun kemur í ljós, að ýmislegt getur leynst í hinni heilögu viðskiptakú.

Drónar eru búnir til úr ýmsum einingum eins og nærri má geta og þar á meðal ýmsum hálfleiðurum og ótal fleiru, auk þess sem þeir eru þeirrar náttúru, að þeim er nákvæmlega sama um hvort þeir eru skotnir niður eða ekki, eða við gerum a.m.k. ráð fyrir því.

Skjámynd 2023-09-27 104858Þeir eru s.s. steindauðir, þó þeir séu bráðlifandi þannig séð; fjarstýrð og forrituð tækniundur og framleiddir til að valda gagnaðila í styrjöld skaða, án þess að hætta þurfi mannslífum árásaraðilans til að gera árásina.

Nú liggur það fyrir, samkvæmt því sem segir í The Guardian, að írönsku drónarnir eru stútfullir af íhlutum sem framleiddir eru í vestrinu, þ.e. löndunum sem telja sér skylt að standa með Úkraínu í yfirstandandi átökum.

Gera það svo staðfastlega að heiðraðir eru gamlir nasískir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni í þeirri, trú að þeir séu nú góðir samt, fyrst þeir hafi vilja berja á Rússum!

Allt er það nú annað mál og í besta lagi pínlegt og bera helst vitni um að sögufræðsla viðkomandi Kanadamanns hefur verið eitthvað brotakennd.

Peningar eru eins og við vitum, afl þeirra hluta sem gera skal og nú er sem  sagt komið í ljós að í NATO og ESB löndum er búið til, það sem þarf í drónana, sem koma fá Íran og fara til Úkraínu, en með viðkomu í Rússlandi.

Þetta er gert í krafti þess að allir þurfi nú að fá sitt, framleiðendur íhlutanna, Íranir, Rússar og Úkraínar, en við gerum ráð fyrir að sá síðasttaldi, þ.e. landið sem engt hefur til ófriðar árum saman á Donbas svæðinu, hafi alls ekki óskað eftir sendingunni!

Hvað sem því líður, þá halda ekki girðingarnar sem áttu að tryggja að íhlutir fengjust ekki í óvættina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...