,,Keldnaland verður borgarhluti með alla kosti þéttrar og lifandi borgarbyggðar fyrir íbúa og gesti, samkvæmt vinningstillögu alþjóðlegrar samkeppni um þróun landsins, sem Reykjavíkurborg og Betri samgöngur stóðu fyrir. Verðlaunaafhending fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Að baki vinningstillögunni er sænska arkitektastofan FOJAB og var verkfræðistofan Ramboll í ráðgjafahlutverki. Í tillögunni er lögð áhersla á að einfalt sé fyrir íbúa að lifa sjálfbæru og heilbrigðu hversdagslífi vegna nálægðar við náttúruna, með grænum svæðum, hverfisgörðum og torgum."...
,,Mikilvægt er að hafa í huga að þróunarvinna og skipulagsgerð er á frumstigi þó samkeppni sé lokið og að nú liggi fyrir góð forsögn fyrir áframhaldandi vinnu. Nálgunin í tillögunum og myndefni í þeim þarfnast töluverðrar úrvinnslu og mun breytast í áframhaldandi skipulagningu og hönnun, áður en skipulagsáætlanir verða staðfestar og framkvæmdir geta hafist. Skipulagningu og uppbyggingu verður skipt í minni áfanga og ljóst að svo stór og fjölmenn byggð rísi ekki á skömmum tíma."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli