Svo er sagt að um átta milljónir Palistínuaraba búi að svæði sem er samsvarandi Reykjavík og Kópavogi að stærð.
Íslenska þjóðin mun vera að nálgast fjögur hundruð þúsund á landinu öllu, svo samanburðurinn er nær óskiljanlegur.
Meðferðin á Gyðingaþjóðinni í heimstyrjöldinni síðari er flestum kunn og því er það sorglegt að það skuli vera sú þjóð, sem stendur fyrir stöðugu landráni og yfirgangi gagnvart þeim sem í landinu búa; eru þar fyrir og hafa verið um aldir.
Líklega hefur stofnun Ísraelsríkis verið mistök sem gerð voru vegna þess hve andstyggilegar hörmungar gyðingar höfðu þurft að þola og að heimsbyggðin var í áfalli vegna þess sem upplýstist að styrjöldinni lokinni.
Það sem þar opinberaðist var svo yfirþyrmandi að mönnum lá á, að bæta fyrir það sem gerst hafði, en sást yfir að það þurfti ekki að gera með því að ræna landi af annarri þjóð og setja hana á vergang. Sást yfir að það væri farsæl lausn.
Þeir einir báru ábyrgð á ,,helförinni" sem að henni stóðu og vel hefði verið hægt að búa svo um hnúta, að gyðingar hefðu einfaldlega sinn rétt þar sem þeir voru; hefðu sama rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar í samfélögunum sem risu upp úr rústum styrjaldarinnar.
Sú leið var ekki farin, heldur var valin sú leið, að hrekja á brott þau sem bjuggu í landinu. Landinu sem menn telja vera Ísrael.
Þau áttu að fara ,,eitthvað annað" en hvert, var ekki tilgreint, en nokkuð augljóst er, að lönd araba áttu að sitja uppi með vandann.
Það fór svo, að þjóðir Evrópu ákváðu að losa sig við Gyðingaþjóðina, koma henni af sér til annarra og láta þeim eftir að glíma við vandann.
Vond voru þeirra ráð og vont var þeirra réttlæti og framtíðarhugsunin engin önnur en sú, að líklega myndi þetta nú allt blessast einhvernvegin.
Og höfðinu var ,,stungið í sandinn".
Þegar allt virðist vera tapað og engin von er eftir, grípa menn til örþrifaráða.
Þannig hefur það alltaf verða og mun alltaf verða og því ætti að forðast að koma fólki í slíka stöðu.
Afleiðingarnar geta orðið hrikalegar og við sjáum hverjir stíga fram á sviðið og/eða eru dregnir þar fram.
Það eru ekki neinir sérstakið friðarpostular sem við sjáum tjá sig um málin og fregnir hafa borist af því að Bandaríkjamenn ætli að leysa málið á sinn hátt:
Stærsta flugmóðurskip heimsins mun vera á leið á vettvang!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli