Vinir(?) takast í hendur

 

Bandaríkin komin í stríð við Rússa?

Að Bandaríkin séu komin í stríð við Rússland með enn beinni hætti en verið hefur teljast nokkrar fréttir.

Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að Úkraínumenn hafi fengið langdrægari flaugar frá Bandaríkjunum en þær sem þeir höfðu fyrir og fram kemur að þær dragi um 165 kílómetra vegalengd og af þessu má ráða að Úkraínumenn séu verktakinn í þessu stríði.

Annars er það að segja af stríðsumsvifum Bandaríkjanna að þau eru í miklum önnum fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og reikna má með að flestir hafi tekið eftir. Þar er það Ísrael sem er verktakinn fyrir félaga sinn vestan Atlantshafs og það nýjsta er að gerð var eldflaugaárás á sjúkrahús í Hamaz sem olli ómældum hörmungum.

Staðan í Palestínu er annars sú sem lesa má út úr myndinni hér að ofan og svo sem sjá má er staðan ekki góð.

Drengurinn á myndinni er dapur og spyrjandi á svipinn og enginn veit hverjar afleiðingar þess sem er að gerast umhverfis hann, munu hafa á ungu sálina sem inni fyrir býr.

Svipurinn á þeim bandaríska sem handsalar samninginn við Zelensky er þungur og ekki gott að lesa í hvað þar býr en að læðist, hvort honum lítist ekki mátulega vel á það sem verið er að handsala og það er sem hann horfi alvörugefinn í augu þess sem varlegt er að treysta, fyrir því sem verið er að afhenda honum.

Hvort rétt er í það ráðið af þeim sem þetta ritar mun því miður koma í ljós, en sé tekið mið af því sem á undan hefur gengið liggur svarið fyrir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Japl jaml og fuður

  ,,Eftir japl jaml og fuður var hann grafinn út og suður" var eitt sinn sagt og ætli það verði ekki niðurstaðan núna. Þingm...