Hinn málglaði Macron

 Það hefur verið í fréttum, að forseti Frakklands útilokaði ekki að senda 

2024-02-28 (17)franska hermenn til Úkraínu.

Umfjöllun um málið finnst á ýmsum miðlum svo sem The GuardianRussya today og Morgunblaðinu.

Sjálfsagt mun umfjöllun finnast víðar og fram kemur að ,,sjálfboðaliðar" af ýmsu þjóðerni eru þegar til staðar í Úkraínu.

Sé það rétt eftir haft, að forseti Frakklands hafi haft orð á því að senda franska hermenn á ófriðarsvæðið, þá eru það nokkuð mikil tíðindi og aðgerð sem gæti haft alvarlegar afleiðingar.

Frakkar hafa um aldir látið sig dreyma um, að leggja Rússland undir sig, ýmist í heild sinni, en líka að hluta og sjálfsagt er það glámskyggni að reikna með, að þeir draumar séu úr sögunni.

Flestir munu kannast við innrás Napóleons inn í Rússland, sem endaði þannig að herjum hans tókst að komast til Moskvu og brenna hana nánast til grunna, en fundu þar lítið af fólki.

Að því loknu hundskuðust hann og liðsaflinn, heim á leið og komust til síns heima, það er að segja sumir, og óhætt er að segja að það voru ekki nema leifar af her sem komst að lokum til heim til sín.

Þannig hefur þetta gengið, að reynt hefur verið en ekki tekist, að sigrast á víðáttunni austur þar, af alls konar lýð og skemmst er að minnast innrásar Hitlershersins á síðustu öld.

Í þeim her var alls kyns mannskapur, frá ýmsum evrópskum löndum og þar á meðal Úkraínu.

Nú langar hinn makalausa Macron til að feta í fótspor forveranna, en hætt er við að endirinn yrði líkur fyrri slíkum leiðöngrum.

Rússland er eitt af kjarnorkuveldunum og gera má ráð fyrir að það myndi svara fyrir sig með hverju sem þyrfti, ef að því yrði sótt, af Atlantshafsbandalaginu (NATO) og að heimsbyggðin gæti orðið lengi að ná sér eftir hildarleik af því tagi.

Við skulum því vona að Macron og aðrir vestrænir leiðtogar nái áttum áður en þeir steypa tortímingarstyrjöld yfir heimsbyggðina.

Það er alls ekki víst að þeir sem hæst gaspra nú um stundir og hyggja á mikil stórræði, ríði feitasta hestinum heim frá slíkri viðureign.

Það er að segja, ef það þá fyndist handa þeim hross til að níðast á.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Japl jaml og fuður

  ,,Eftir japl jaml og fuður var hann grafinn út og suður" var eitt sinn sagt og ætli það verði ekki niðurstaðan núna. Þingm...