Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands

 Þennan morguninn eru áberandi fréttir af móttöku fólks sem setið hefur í fangelsum, annarsvegar rússneskum og hins vegar í ýmsum vestrænum löndum.

Við vitum hvað hefur verið borið upp á suma en ekki alla og hópurinn er nokkuð stór á báða bóga.

Sjá má móttökur fólksins sem í hlut á t.d. hér og hér og við sjáum að þær eru hlýjar, hvort heldur sem er í vestri eða austri.

Öll erum við fólk, manneskjur, hvaðan sem við komum og bilið á milli er miklu minna en stundum er látið sem að það sé.

Og því er knúsað og faðmað hvort heldur er í austri eða vestri.

Það er satt að segja hart, hve illa okkur gengur að koma okkur saman, stundum í einkalífinu og einnig í samskiptum milli þjóða.

Þannig er það og hefur trúlega alla tíð verið og nær engin von er til að það breytist!

En ef þetta gæti nú orðið til þess að opna á manneskjuleg samskipti milli landa, þar sem talað yrði saman í stað þess að stilla sér upp í trénaðar kaldastríðsstellingar, þegar ræða þarf um ágreiningsmál, þá er það gott.

En því miður höfum við séð bráðnun af þessu tagi gerast áður og er þá skemmst fyrir okkur Íslendinga að minnast leiðtogafundra þeirra Gorbasjovs og Regans í Höfða.

Þar var samið um t.d. skammdrægar kjarnaflaugar og ,,stjörnustríðs“ áætlun, ef rétt er munað og allt gekk það eftir í smátíma, eða þar til að Bandaríkin rufu samkomulagið, en hvað sem því líður, þá eru fréttirnar af fangaskiptunum ánægjuleg tíðindi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...