Minningar rifjast upp

 

Grein undir fyrirsögninni ,,Stórbrotin landsýn“ birtist í Morgunblaðinu þann 11/7/2024.

Greininni fylgja sex fallegar myndir og þar með talin ein af manni sem ritari þessa pistils telur sig kannast við og það að góðu einu.

Í greininni er sagt frá strandflutningum sem fara fram af hálfu Eimskipafélagsins og það verður ekki hjá því komist að minningar frá fyrri tímum rifjast upp fyrir þeim sem hér bloggar.

Hafnir skipsins sem siglt er á, eru á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík.

,,Með siglingum er álagi þungra flutningabíla að nokkru leyti létt af vegum, eins og ákall hefur verið um“, segir þar.

Og á tímum þar sem sagt er frá því að vegakerfið sé að sligast undan þungaflutningum er vert á minna á hve gott er, að geta flutt vörur sjóleiðina.

Sjórinn sligast ekki, eins og flestir vita og því er um að gera að nota sér þann eiginleika, í stað þess að ofbjóða vegakerfi sem ekki er byggt fyrir það álag sem gámaflutningum fylgir!

Þegar varan er komin til Reykjavíkur fer hún síðan með millilandaskipunum úr landi og þangað sem hún á að fara.

Þannig var, að skip frá Samskipum og Eimskip voru í flutningum sem þessum og gott er að sjá, að þeir séu enn í boði og ef til vill eru Samskip einnig með þessa þjónustu líkt og áður var.

Framkvæmdastjóri hjá Eimskip segir:

,,„Strandsiglingarnar koma vel út og eftirspurn eftir þessari þjónustu er jafnvel meiri en við væntum í fyrstu,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar hjá Eimskip. „Sjónarmið um minna álag á vegi og umhverfisvænni flutninga réðu því meðal annars að við byrjuðum að sigla aftur á ströndina. Öflug þjónusta og starfsemi úti á landi hefur alltaf skipt Eimskip miklu máli.““

Yfirstýrimaðurinn á Selfossi, hefur þetta að segja um útsýnið sem við blasir á siglingunni:

,,„Utan af sjó sér maður landið frá óvenjulegu sjónarhorni og oft fallegu. Að hafa slíkt eru forréttindi,“ segir Einar Guðmundsson yfirstýrimaður á Selfossi. „Að horfa til hárra bjarga á Hornströndum er nánast upplifun og eins að sjá Siglufjarðarfjöllin, Hvanndalabjörg og Múlann þegar siglt er inn Eyjafjörð. Á þeim slóðum og eins á Skjálfanda er mikið af hval um þessar mundir. Ég hef raunar aldrei séð jafn mikið af slíkum skepnum og einmitt þar nú, sem aftur segir að tímabært sé að hefja hvalveiðar.““

Hvalveiðar verða víst ekki hafnar á meðan núverandi ríkisstjórn situr við völd og satt að segja er líklegt, að ýmislegt annað verði ekki gert meðan setið er í skjóli Vinstri grænna í ríkisstjórn.

Það ættu ,,framsóknarflokkarnir“ tveir sem sitja í skjóli þeirra að vera farnir að skilja en eru það greinilega ekki.

(Myndirnar eru fengnar úr Morgunblaðinu)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...