Ekkert að óttast

 Maður bregður sér frá í nokkra daga í ferð með Bændaferðum og að því loknu, kíkir á fréttir miðlanna og kemst þá að því, að ýmislegt er og hefur verið að gerast.

Þar er fyrst til að taka, að Zelensky brá sér í fataskápinn, fann þar jakkaföt sem hann fór í til að hitta vin sinn Trump.

Í annarri frétt sást hann vera að spjalla við Biden en þá var hann í peysunni sinni góðu!

Takið eftir skónum! Maður, maður, gljáburstaðir og sem keyptir séu í París!

En við höldum okkur við alvöruna og komumst að því að nú á almenningur, að sjá til þess að unga fólkið geti fengið sér áhyggjulaust do-do á kostnað skattborgaranna en í boði Framsóknarflokksins og þar með alþjóðar.

Telst það vart til tíðinda, að flokkur almennra niðurgreiðslna á vel völdum nauðsynjum hafi gott auga fyrir því hvar borið skuli niður í því efni.

Aftur að Zelensky, því hann hefur komið við víðar og nú er það hinn vinurinn Biden sem

sóttur er heim og þá er farið í peysuna góðu og settar upp grátviprur, sem Biden sér og gerir sitt til að fjarlægja.

En að öðru:

Formaður Framsóknarflokksins er myndefni Gunnars í Heimildinni.

Við sjáum hver er í bandi og með stýrivextina um hálsinn og enn er það unga fólkið sem er á vörum Framsóknar: Allt er í besta lagi því ,,hann“ bítur bara ungafólkið!

Á myndinni til hægri, er sem það eigi að vera Putin sem sé með kökukeflið á lofti, tilbúinn til að rota hænuna sem ætlar í vesöld sinni að breyta yfir í ,,verðtryggt“ en þegar að er gáð, þá er það ekki rússlandsforseti sem heldur á kökukeflinu, heldur aðeins íslenskt fjármálagúrú!

Svona líta þá málin út á fyrsta degi innrásar gamlingjanna til föðurlandsins og móður náttúrulega, þó það gleymist nær alltaf!

Við vonum að Eyjólfur haldi áfram að vera hress og færandi!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...