Eldflaugar eða ekki?

 Til umræðu hefur verið að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu sem dregið gætu langt inn í Rússland og sitt sýnist hverjum um hvort það sé viturlegt.

Sem betur fer hefur verið horfið frá hugmyndum um að senda flaugar af þessu tagi til landsins a.m.k. í bili og ætli ekki megi segja að heimsbyggðin andi léttar fyrir bragðið.

Vopn af þessu tagi eru vandmeðfarin og ekki gott að þau séu í höndum þeirra sem ekki kunna með þau að fara.

Myndin hér að ofan, sem fengin er af vef BBC, segir meira en langur texti.

Erlendir miðlar segja fá því að fallið hafi verið frá hugmyndum um að færa Úkraínum eldflaugar af þessu tagi og má finna frásagnir á þeim, þar sem sagt er frá þeirri niðurstöðu málsins.

Ríkisútvarpið sagði nokkrum sinnum frá því í fréttum gærdagsins, að óskum Zelensky og félaga, hafi verið hafnað af t.d. af Biden og við lauslega yfirferð má sjá sagt frá þessu víðar.

Á vef Welt er fjallað um þetta svo dæmi sé tekið og þar er vitnað í Scholz.

Þar berst talið m.a. að eyðileggingunni á Nord Stream gasleiðslunum og þar lýsir því afdráttarlaust yfir, að draga eigi þá fyrir dóm þá sem að því stóðu.

Erfitt hefur verið að átta sig á því hverjir séu hinir raunverulegu gerendur en böndin hafa borist æ oftar til Úkraínu upp á síðkastið.

Sem vonlegt er, þá er fjallað um eldflaugamálið á RT og augljóst er að þar er mönnum létt, þó ekki sé nema vegna þess, að tól af þessu tagi eiga ekki að komast í hendur þeirra sem ekki kunna með þau að fara.

Rússar munu nú um stundir leggja áherslu á að frelsa Kursk úr höndum Úkraína og ætti það að geta gengið vel, sé ástandið og liðsandinn hjá úkraínska hernum líkur því sem sagt hefur verið frá á vestrænum miðlum s.s. CNN o.fl.

Donbas gefa Rússar væntanlega ekki eftir fyrr en í fulla hnefana og kannski rætist ósk þeirra sem þar búa og hafa óskað eftir rússneskri vernd í von um frið fyrir áreiti, sem stundum varð að manndrápum á því svæði.

Nú hefur það orðið að styrjöld milli landanna, sem engum er til gagns en öllum sem hlut eiga að máli og mörgum öðrum, til ómældrar bölvunar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...