CNN.COM segir frá því að hugur margra hermanna í úkraínska hernum sé ekki góður og að viljinn til að fórna sér fyrir þjóð sína, fari verulega þverrandi.
Það er sem margir ungir menn sjái takmarkaðan tilgang í því að fórna lífi sínu og heilsu í verkefni sem þeir skilja ekki hvert er.
Við getum séð í frásögninni myndband með Zelensky, ef við viljum, þ.e.a.s. ef við höfum ekki fengið nóg af slíku á Rúvinu okkar, eða einhversstaðar annarstaðar.
Fyrirsögn frásagnarinnar er í lauslegri þýðingu: ,,Vopnlaus og fjölmennur, her Úkraínu glímir við slæman liðsanda og liðhlaup„.
Myndin fylgir grein CNN
Sagt er frá manni sem kallaður er Dima, sem keðjureykir og hættir ekki fyrr en sígarettan er brunnin alveg upp í filter.
Hann er búinn að vera í langan tíma við víglínuna og virðist vera búinn að fá nóg.
En þar sem flestir bardagabræður hans eru nú látnir eða alvarlega særðir, hefur Dima tekið þá ákvörðun, að hvað hann varðar sé nú nóg komið.
Hér verður ekki farið dýpra í að segja frá því sem fram kemur í grein CNN en hanaa má nálgast á tenglinum sem er hér í uppafi þessara skrifa.
Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem berjast upp á líf og dauða fyrir málstað sem þeir hafa litla trú á og þegar svo er komið er hætt við að eitthvað bresti.
Ritari hefur ekki rekist á að vitnað sé í þessa frétt í ísenskum miðlum, sem þó getur vel verið að hafi verið gert einhverstaðar og að það hafi flogið framhjá í bunulæknum sem í sífellu streymir hjá þjóð sem er upptekin við eldhúsdag og sitthvað fleira.
Það virðist vera dálítið á huldu hvenær styrjöldin milli Rússlands og Úkraínu braust út en við erum þó nokkur á fótum sem vitum af því, að erjurnar milli landanna hafa staðið nokkuð lengi og það svo árum og áratugum skiptir.
En að öðru, því RT.COM segir frá því að þrátt fyrir að allt sé það vont og verra en verst, í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands, þá gangi samstarfið um áhafnarskipti í geimstöðinni fyrir sig á eðlilegan hátt.
Við vitum að það er búið að vera bras hjá Bandaríkjamönnum að framkvæma áhafnarskipti og því var um það samið milli ríkjanna tveggja, að rússneska geimferðastofnunin myndi annast þau, þar til lausn yrði fundin á vandanum.
Það er ánægjulegt að sjá að ríkin geta unnið saman þegar þarf og gott væri, ef þau færu sömu leið varðandi úkraínumálið, myndu vinna að lausnum í stað þess að kynda undir hernaðarátökum, sem virðast vera að leiða til niðurbrots a.m.k. Úkraínu, auk þess sem þau kosta vissulega líka sitt fyrir Rússa
Í mannslífum og efnislegum verðmætum líka .
Ef það er eitthvað sem sagan hefur kennt okkur þá er það, að stríðsátökum lýkur á endanum, en eftir situr tjón sem ekki verður bætt og þarf víst ekki að telja upp hvert það er.
Því væri æskilegra að t.d. íslenskir pólitíkusar, legðu sitt á vogarskálar í þágu friðar, í stað þess að kynda undir ófriði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli