Brú eða ekki brú, það er efinn og ef til vill vilja sumir bora!

 Til stendur að byggja brú yfir Ölfusá ofan við Selfoss og fram stígur fyrrverandi ráðherra Sjálfsstæðisflokksins, sem telur sig hafa gott vit á brúarsmíði og niðurstaða hans er, að þjóðin hafi ekki efni á að byggja brúna fyrirhuguðu.

Það er trúlega betra að hlusta á þessar skoðanir, að teknu tilliti til, hve gætilega farið hefur verið með fé þjóðarinnar af flokkunum sem hafa setið að völdum síðustu árin!

Frá þessu er sagt í Vísi og enginn ætti að efast um hæfileika ráðherrans fyrrverandi til að kveða upp dóm af þessu tagi!

Myndirnar hér að ofan fylgdu fréttinni í visir.is og sýna brúna, sem til stendur að smíða, frá tveimur sjónarhornum en ráðherrann fyrrverandi frá einu.

Ekki kemur fram í fréttinni hversu kunnugur hinn fyrrverandi ráðherra er aðstæðum en hvað sem því líður, telur hann sig hafa þekkingu á málinu og trúlega hefur hann bætt við sig þekkingu í burðarþolsfræði eftir að æviágripið á vef Alþingis var tekið saman og það sama má segja um félaga hans á þingi og sem er ráðherra fjármála nú um stundir.

Sá hefur ásamt fleirum, tjáð sig um brúna fyrirhuguðu og er ekkert sérlega ánægður með hugmyndina.

Á visir.is var rætt við Guðmund Val Guððmundsson framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni en hann sér enga meinbugi á að byggja brúna og vísar orðum Jóns á bug, eða eins og segir á Vísi: ,,vísar [hann} gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.

,,Boltinn er sem sagt hjá ráðherrunum“, mönnum sem hafa dandalast um heiminn flestir ef ekki allir og hafa greinilega verið sofandi þegar ekið hefur verið yfir vatnsföll sem brúuð eru með svipuðum mannvirkjum og því sem til stendur að byggja yfir Ölfusá.

Af þessu má draga þá ályktun að því minni þekkingu sem menn hafa á verkefninu, því yfirlýsingaglaðari séu þeir og því til sönnunar má geta þess að bæjarstjóri Þorlákshafnar bættist í hóp úrtölumannanna og klikkti út með að benda á sem æskilega lausn að breikka veginn til Þorlákshafnar, þann sem liggur um Þrengsli og láta síðan umferðina austur um fara þar!

Þ.e.a.s. að þeir sem ætluðu í Ölfus færu þá væntanlega upp veginn frá Þorlákshöfn og í Ölfusið en hinir eiga samkvæm þessu, að aka um Eyrarbakka og fyrir neðan Selfoss!

Ekki komu fram útreikningar á auknum kostnaði vegfarenda af því að fara þessa leið en af þessu má ráða að svokölluð ,,hjáspeki“ lifir góðu lífi í samfélaginu og teygir sig ekkert síður til þeirra sem í ábyrgðarstöðum eru.

Takist mönnum að ,,gelda“ málið líkt og reynt er með flugvallarmálið, þá hafa þeir alla vega unnið sér eitthvað til frægðar.

Varðandi flugvallarmáliðð er rétt að benda á að Dagur B. Eggertsson birti málefnalega yfirferð um það á Facebook síðu sinni, þar sem menn geta kynnt sér um hvað er verið að ræða, án upphrópana og pólitískra hjáraka.

Það ætti flestum að vera ljóst, fyrrverandi ráðherrum líka, að flutningsgeta gömlu brúarinnar við Selfoss er löngu ofboðið, auk þess sem umferðarþunginn í gegnum Selfoss er slíkur á álagstímum að illt er við að búa, bæði fyrir þau sem þar eiga heima, sem og þau, sem eru með atvinnurekstur á staðnum, sem vitanlega fer oft saman.

Sumir hafa gripið til þess ráðs að aka Þorlákshafnarveginn til austurs og yfir á Gaulverjabæjarveg fyrir neðan byggðina á Selfossi og losnað þannig við umferðarstífluna sem er við núverandi brú á Selfossi.

Sú leið er vissulega talsvert lengri en er í raun oft betri en að lenda í umferðarhnútnum, sem er vestan brúarinnar við Selfoss, en að það geti talist framtíðarlausn að fara þá leið er vissulega fráleitt og væri fróðlegt ef einhverjir vísir menn myndu reikna það dæmi til enda og taka þá með uppsafnaðan kostnað af lengri akstri allra þeirra sem á milli landshlutanna þurfa að fara.

Finnist þeim sömu að Þorlákshöfn sé eitthvað afskekkt, þá er rétt að benda þeim á að hún er þar sem hefur alltaf verið og hefur líklega aldrei blómstrað betur en síðustu árin.

Þar hefur höfnin stórbatnað og auk hafnaraðstöðu fyrir fiskiskip o.fl. eru stundaðar millilandasiglingar þangað og þaðan og ekki vitað annað en að það gangi vel, auk þess sem samgöngur til Vestmannaeyja fara þar um þegar ekki er fært um Landeyjahöfn.

Það má síðan geta þess í lok þessa pistils að fjármálaráðherrann núverandi, hefur komið fram með hugmyndir um að bora göng til Vestmannaeyja, með glænýrri tækni sem fáir skilja en marga langar til að vita hvernig kemur til með að virka í raunheimum.

Ef rétt er munað, er þar um að ræða undrabor mikinn sem bræðir sig í gegnum bergið og gengur fyrir raforku umhverfisvæningjum til örfunar og er í flesta staði sem klipptur út úr ævintýri í vísindaskáldsögu.

Lítið hefur heyrst um þetta um tíma en líklega er málið í vinnslu og fyrst ráðherranum hugnast ekki brú yfir Ölfusá, væri þá ekki rétt að hafa samband við draumaprinsinn sem kann bortæknina nútímalegu og biðja hann að bora göng undir Ölfusá?

Tækist það bæði fljótt og vel og án oflestunar rafkerfisins veikbyggða, þá þyrftu þeir sem ekki þola brýr yfir vatnsföll ekki að ergja augu sín á að horfa á mannvirki þeirrar gerðar sem finna má vítt um heim.

Það er að segja ef þeir halda sig á heimaslóðum, sér og sínum til ánægju.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...