Hrun flokka og ríkisstjórnar

 Í Heimildinni má finna ógnarlanga grein um flokksþing VG og í Morgunblaðinu rekumst við á aðra grein um ríkisstjórnarsamstarfið, sem komið er á leiðarenda.

Svipurinn á fundargestunum á þingi VG- inga segir það sem segja þarf:
Þetta er búið og útförin verður auglýst síðar.

Afturhaldsflokkarnir í ríkisstjórninni hafa hangið saman á seiglunni að því ógleymdu, að þeim finnst gaman að vera í ríkisstjórn; vera ráðherrar, geta slegið um sig með allskyns uppátækjum, talið sér trú um að þeir séu að gera gagn þegar yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar veit og skilur, að það sem þau skilgreina sem gagn er ógagn.

Uppákomurnar og undarlegheitin eru fleiri en talið verður upp í stuttum pistli en gera má ráð fyrir að stöðvun hvalveiða rísi einna hæst hjá vinstrigræningjum, þar sem veiðunum var m.a. frestað fram á haust með alkunnum afleiðingum.

Uppákomurnar eru margar og fleiri, en verða ekki taldar upp hér, því það er satt að segja margt betra hægt að gera við tímann en að eyða honum í slíka upptalningu.

Morgunblaðið í dag þann 7/10/2024, er talsvert upptekið af dauðastríði ríkisstjórnarinnar, sem vonlegt er og ástandið blasir við öllum.

Stjórnin er í andarslitrunum og búin að vera það lengi og nú er svo komið að Svandís pínir sjálfstæðismenn og formaður flokksins heldur fyrir munn sér eins og hann vilji fela hálft andlitið.

Samtal milli formannna þarf að eiga sér stað er sagt og stjórnarsamstarfið er við leiðarlok.

Teiknari blaðsins teiknar síðan háðsmynd af ráðherrum Vg og leggur þeim þau orð i munn sem fáir taka nú orðið undir:
,,EIGUM MIKIÐ ERINDI Í ÍSLENSKRI PÓLITÍK“

Þannig er staðan á þeim bæ og þau halda þetta eflaust sjálf, en þjóð veit þá tveir vita og erindi þessa undarlega flokks er búið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...