Það er gott samband á milli Modi forsætisráðherra Indlands og Putin og það sama má segja um Kína, að sambandið milli landanna er gott.
Í frásögn af hinu árlega maraþon spjalli hans við fréttamenn lagði hann áherslu á, að hann hefði ,,menn til að tala við" og þ.á m. leiðtoga eins og s.s. Narendra Modi og Xi Jinping.
Í hinu árlega árslokaspjalli sínu sl fimmtudag var hann spurður hverjir af fyrri leiðtogum og núverandi þeir væru, sem hann myndi vilja drekka te með og svaraði hann því til að hann ætti hlýjar minningar um fyrrverandi þýskalandskanslara Helmut Khol, fyrrverandi frakklandsforseta Chirac og Silvio Berlusconi fyrrv forsætisráðherra Ítalíu.
Frá Asíu nefndi hann vináttusamband við Kína og Indland og bætti við ,,ég hef fólk til að tala við".
Fyrr í mánuðinum hafði Putin hrósað viðleitni ríkisstjórnar Modi á að auka hraða efnahagsþróunar Indlands og sagði að ,,indverski forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hefði verið að skapa grundvöll fyrir framþróun m.a. með því að koma á stöðugum aðstæðum, þannig að fjárfestingar í Indlandi séu arðbærar".
Ummæli Putins eru sögð þegar hann hyggur á ferð til Nýju Delí í þeim tilgangi að funda með Modi og þó tímasetning þess fundar sé ekki endanlega ákveðin er reiknað með því að fundurinn verði snemma á næsta ári en undirbúningur fyrir hann er hafinn.
Fram kom að samvinna milli landanna hefur aukist í kjölfar refsiaðgerða vestrænna landa en Indverjar hafa t.d. aukið kaup á olíu frá Rússlandi.
Indland er þriðji stærsti notandi heimsins á olíu og þarf því að flytja inn lang stærstan hluta hennar. Rússland er stærsti seljandinn á olíu og kolum til Indlands
Á fundi sem haldinn var í Moskvu í júlí samþykktu leiðtogar Rússlands og Indlands að auka tengslin enn frekar og setja sér tvíhliða viðskiptamarkmið upp á um 100 milljarða dollara fyrir árið 2030. Þó bæði löndin fagni vexti í efnahagssamvinnu, telja þeir að jafna þurfi í viðskiptin milli landanna en aukning hallans stafar af auknum innflutningi Indlands á olíu.
Það sem hér er komið fram er haft eftir Russya Today en í viðtali CNN.COM kemur fram
ýmislegt fleira sem nálgast má á tenglinum hér að neðan.
Í viðtali við fréttamann CNN , sagði Putin m.a að hann væri tilbúinn til að ræða vð Trump en tók fram að hann hefði ekki talað við hann í fjögur ár.
Þá bárust m.a til tals afdrif blaðamanns sem saknað er í Sýrlandi og ,,sagðist [Putin] ætla að spyrjast fyrir um dvalarstað blaðamannsins og staðfesti hann að hinn sýrlenski Assad væri í Rússlandi[...].
_ _ _
,,Á ísa köldu landi er það annars helst að frétta, að fráfarandi utanríkisráðherra þjóðarinnar notaði síðasta tækifæri sem bauðst til að bregða sér í utanlandsferð á kostnað þjóðar sinnar, á fund til Lettlands til að ræða málefni Úkraínu.
Er heim var komið sagði hún það helst, að Ísland þyrfti að gefa Úkraínu fimm milljarða hið fyrsta úr tómum ríkissjóði sínum, til að bjarga þeim frá tapi í stríði sínu við Rússland. Stríði sem þeir hófu án yfirlýsingar á sínum tíma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli