Á CNN.COM er sagt frá því að ísraelskir hermenn geti staðið frammi fyrir lögsókn vegna hernaðar Ísraels á Gaza og hugsanlega víðar.
Í greininni sem hér er vísað til og sem nálgast má á tenglinum, er sagt frá því að almennur hermaður sem einungis gerði það sem honum var sagt að gera, hafi orðið að forða sér frá Brasilíu undan mögulegri málsókn, vegna þátttöku sinnar í hernaði Ísraels gegn íbúum landsins.
Ástandið í Ísrael og Palestínu rekur sig allt aftur til uppgjörs alþjóðasamfélagsins við seinni heimsstyrjöldina.
Heimsbyggðin var í áfalli eftir að framferði nasista var opinberað og viðhorfið var, að tryggja þyrfti Gyðingum land til að búa á og niðurstaðan varð, að þeir ættu rétt á landi þar sem þeir hefðu verið til forna og af því leiddi að stofnað var Ísrael.
Það þótti ekki taka því að taka inn í jöfnuna að á svæðinu bjó fólk, sem hafði búið þar um aldir.
Afleiðingarnar höfum við síðan verið að sjá allar götur síðan í stjórnlausum yfirgangi, og ofbeldi sem beitt hefur verið á báða bóga, en vert er að hafa í huga að aflsmunurinn er afar mikill s.s. sjá má af stuðningi bandarískra yfirvalda við stjórn Netanjahu.
Það hlýtur að vera erfitt að sætta sig við og skilja, að fólk birtist í nútímanum, sem segist eiga rétt á landinu sem forfeður þeirra bjuggu á í fornöld birtist sísvona og krefjist þess ,,réttar" og að nú skuli menn koma sér á brott með sig og sína en megi (ó)vinsamlegast skilja eftir allt ,,sitt" og ef þessu boði verði ekki hlítt, þá muni menn hafa verra af.
Frammi fyrir þessu er staðið og móðurríkið vestan Atlantshafsins sér um að tryggja, að ríkið sem þannig varð til, geti lifað og dafnað.
Og það hefur gengið nokkuð vel.
Að sama skapi hefur þjóðinni sem fyrir er á svæðinu gengið illa; hefur verið hrakin af landi sínu og skemmdarverk unnin á ræktun þeirra s.s. ólífutrjám, sem langan tíma tekur að rækta áður en þau skila afurðum.
Sagan segir að hin vel menntaða þjóð í Ísrael sé búin að koma sér upp kjarnavopnum, eða að minnsta kosti sé í fullum færum um að gera það og því er full ásæða til að óttast.
Reyndar hafa borist af því fregnir að fleiri hafi fiktað við slík vopn á þessu svæði og því er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála á svæðinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli