Fallið á prófinu.

 Á Alþingi sitja stjórnmálaflokkar sem eiga rétt á styrkjum en það þarf að skrá þá sem slíka, til að eiga rétt á styrkveitingunni.

Súluritið er úr umfjöllun Vísis og sýnir Framlög til stjórnmálaflokka fyrir árið 2022.

Styrkir til stjórnmálaflokka hafa verið í umræðunni og þá einkum styrkurinn til Flokks fólksins, sem svo kallar sig.

Flokkurinn þáði styrki án þess að vera skráður hjá hinu opinbera sem stjórnmálaflokkur en hvers vegna ekki var gengið eftir skráningunni hefur ekki verið upplýst. 

Flokkurinn átti sæti á Alþingi og átti rétt á styrkjunum en það vantaði opinberan stimpil og slíkan ,,stimpil“ má ekki vanta þegar um hið opinbera er að ræða. 

Í ljós hefur komið að fleiri flokkar sitja í styrkjasúpunni og þ.á.m. flokkur lögfræðinnar Sjálfstæðisflokkurinn.

Frá þessu er greint í Vísi. og þar segir eftirfarandi (leturbreyting ritara): 

,,Flokkur fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki einu flokkarnir sem hafa flaskað á skráningu sem stjórnmálasamtök. 

Vinstrihreyfingin grænt framboð breytti skráningu sinni ekki fyrr en 25. september í fyrra. Þannig hefur flokkurinn þegið framlög árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Framlögin nema í heild 266.566.093 krónum. Skráning Vinstri grænna þetta árið skiptir ekki máli, enda náði flokkurinn ekki nægri kosningu í síðustu kosningum til þess að hljóta styrki. Lágmarkið er 2,5 prósent en Vinstri græn hlutu aðeins 2,3 prósent. 

Sósíalistar breyttu skráningu sinni þann 21. nóvember árið 2023. Þannig fékk flokkurinn styrki árin 2022 og 2023 án þess að vera skráður sem stjórnmálasamtök. Það gerir 50,5 milljónir króna. 

Píratar breyttu skráningunni 16. mars árið 2022. Styrkurinn það árið nam 66,8 milljónum króna. 

Ekki hefur náðst í Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.” 

Samkvæmt þessu er búin að vera brotalöm í framkvæmd styrkveitinga til stjórnmálaflokkanna og að því gefnu að þetta sé rétt með farið, eru það einungis Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin, af núverandi stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á þingi, sem hafa verið með skráninguna í lagi. 

Því má svo ekki gleyma, að þeir sem fara með greiðslur úr opinberum sjóðum eiga að genga eftir því að skráning af þessu tagi sé eins og til er ætlast. 

Það vekur athygli að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa fallið á skriffinnskuprófinu. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Hrunmálin eru til umræðu og í þetta sinn á Alþingi

  Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til og talað fyrir, að fram farið rannsókn á ,,hrunmálunum" og að stofnuð verði sérstök nefn...