Friðarvonir og stríðsæsing

 30. nóvember 2024 birtist þessi ,,frétt“ í Morgunblaðinu.

Eins og sést á skjáskotinu úr Morgunblaðinu, er þar mynd af fyrrverandi utanríkisráðherra en hafi verið rætt við hana þá fer ekki mikið fyrir því.

Eftir því sem best er vitað er í fullu gildi varnarsamningur Íslands við Bandaríkin, auk þess sem Ísland er í NATO.

Hvers vegna því er slegið upp að stofna þurfi ,,varnarmálaráðuneyti“ er ekki gott að segja, en frúin sem ekki er rætt við nema í hljóði í fréttinni, hefur verið alveg nægjanlega herská fyrir smekk ritara og fleiri.

Vitnað er til átakanna sem eru milli Rússlands og Úkraínu en eins og við vitum, þá er núverandi forseti Bandaríkjanna búinn að lýsa því yfir að hann muni stilla til friðar þar mjög snarlega.

Putin er búinn að spila út sínum trompum í friðarátt á Russya Today og ef eitthvað er að marka höfðingjana í austri og vestri, þá geta stríðsglaðir Íslendingar farið að anda eðlilega og við hin varpað öndinni!

Við erum nokkuð mörg sem vonum að Trump standi við stóru orðin, spjalli við Putin og stilli til friðar

Þar með gæti Zelensky snúið sér aftur að píanóspilinu, sem við viljum ekki hlusta á og þaðan af síður sjá!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Friðarviðræður í Tyrklandi

  Fréttir hafa borist af því Putin hafi stungið upp á að samið verði um frið milli Úkraínu og Rússlands í Tyrklandi. Rússnesk stjórnvöld leg...