Fundurinn sem stóð til að halda, verður að líkindum ekki haldinn.

 Fundurinn sem fyrirhugað var að halda, verður ekki haldinn vegna þess að Trump hefur ekki tíma til að dandalast þvers og kruss um hnöttinn til að ræða frið milli manna og þjóða, ef lítill sem enginn vilji er fyrir friði.

Það vefst ekki fyrir teiknara Morgunblaðsins að fanga stöðuna eins og hann sér hana og það verður að segjas, að honum tekst langoftast vel upp!

Það er Trump sem segir að tilgangalítið sé að boða til fundar og vel getur verið að hann hafi talsvert fyrir sér, því ef hlustað er á Zelensky er sem vilji til friðarviðræðna sé frekar takmarkaður.

Gera má ráð fyrir að íbúar Úkraínu séu löngu búnir að fá nóg og gera má ráð fyrir að það sama sé í Rússlandi en fáum sögum fer af því hvað almenningur vill, í löndunum sem stríða.

En við vitum þó, að mikill fjöldi Úkraína hefur flúið land og ætti engan að undra eins og ástandið er búið að vera á heimaslóðum þess ágæta fólks.

Styrjaldir taka sinn toll, bæði efnahagslega en líka í sálarlífi þeirra sem við óhugnaðinn búa og það er nöturlegt að hugsa til þess hve lítið hefur breyst, þrátt fyrir tvær heimsstyrjaldir og ótal önnur stríð.

Það er sem mannskepnan geti ekkert lært í þessu efni og þ.a.l. engu breytt, í samskiptum þjóða á milli og alltof oft er eina lausnin sem menn finna til að leysa úr ágreiningi, að herja á andstæðinginn og þá eru manndrápin allt í einu lögleg.

Komið hefur fram að kröfur Rússa eru, að svokallað Donbas svæði verði undir þeirra stjórn og ef rétt er, að kröfurnar séu ekki aðrar og meiri, þá sé búið að fórna miklu fyrir lítið.

Svæðið sem um er að ræða er nánast það sama og áður var undir ,,vernd" Rússlands, vernd sem illa tókst að framfylgja vegna hryðjuverka sem framin voru af Úkraínum úr vestri og vafasömum kafalerum sem inn í þau blönduðust og þ.á.m. einn forsetasonur.

Ekki eru allar ferðir til fjár, eins og þar stendur og breytingin yrði ekki önnur en að svæðið yrði undir beinni vernd Rússlands, enda íbúarnir búnir að greiða atkvæði um það eins og margir muna eflaust.

Veraldlegt tjón er hægt að bæta en glötuð mannslíf koma ekki til baka, en ef friður kemst á, væri vissulega stigið skref í rétta átt og geta þá áhugamenn um stríðsrekstur og manndráp snúið sér að einhverju öðru í bili eða a.m.k. þangað til að hernaðarandinn hleypur í þá að nýju.

Staðan á Gaza

 Við sjáum mynd af því sem kallað er Gaza og í fyrirsögn er sagt, að flóttamenn snúi aftur heim til Gaza, en að hverju er að hverfa?

Myndin er frá AFP en við sjáum hana í Morgunblaðinu og veltum því fyrir okkur hvað sé heim og að hverju sé heim að hverfa.

Það var ekki svo að Gaza hafi verið einhver sælureitur samkvæmt þeim fréttum sem af svæðinu bárust fyrir helför Ísraelshers og eftir helförina er þar fátt annað en rústir, auðn og úldnar líkamsleifar þeirra manna og dýra sem drepin voru í helförinni.

Eftirlifandi fólk leggur það samt á sig að fara til baka, væntanlega í trausti þess að Trump hafi snúið nægjanlega upp á hendur Netanyahu til þess að treysta megi því að friður muni vara um stund, vikur, mánuði, eða kannski ár? 

Það er engu heim að hverfa, nema rústum og rotnandi líkamsleifum manna og dýra og til þess er ætlast, að Hamaz- liðum takist að finna út hvað sé hvers í þeim hræðilega graut sem um er að ræða.

Bandamönnum tókst að framkvæma nánast það sama í styrjöldinni við Þýskaland Hitlers í loftárásum á Dresden. 

Að sýna mátt sinn og megin er víst nauðsynlegt að gera þegar háð er styrjöld og þá er engu skeytt um hverjir fyrir verða og það er svo sannarlega ekki ný saga. 

Við þekkjum það frá því sem hér var fyrr nefnt og fleiri atburðum í seinni heimsstyrjöldinni og í ýmsum styrjöldum síðan þá, í Evrópu, Miðausturlöndum (Írak), þar sem Ísland var í flokki ,,hinna viljugu þjóða“, þeim til ævarandi skammar sem komu því svo fyrir. 

Víetnam stríðinu gleyma þau ekki sem fylgdust með óðum ráðamönnum Bandaríkjanna ráða þar för og þeir hafa svo sannarlega verið víðar á ferð s.s. í suðaustur Evrópu, Afríku og S- Ameríku, en þeim þykir notalegt að hafa Kúbu til að geyma þá sem þeir koma sér ekki til drepa!

Þangað mun hafa átt að senda Julian Assange en því tókst að forða á síðustu stundu. 

Ef menn eru í bílahugleiðingum...

 Rannsókn leiðir í ljós að ávinningurinn fyrir loftslagsmálin þegar notaður er ,,tengiltvinn" bíll er enginn að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian.

,,Greining á 800.000 evrópskum bílum leiddi í ljós að raunveruleg mengun frá tengiltvinnbílum var næstum fimm sinnum meiri en prófanir á rannsóknarstofu sýndu" segir þar, sem eru ekki góðar fréttir fyrir þau sem fjárfest hafa í kaupum á slíkum bílum í góðri trú.

Myndin er klippt út úr frétt The Guardian

Við sem ekki höfum gert það, vegna efasemda um að flóknari búnaður sé til bóta við rekstur heimilisbílsins fáum nú rós í hnappagatið, rós sem við áttum ekki endilega von á.

Framleiðsla og sala á bílum er ,,bisness" og það er hagnaðarvonin sem rekur menn áfram.

,,Bílarnir, sem geta keyrt á rafhlöðum og/eða brunahreyflum, hafa verið kynntir af evrópskum bílaframleiðendum sem leið til að komast lengri vegalengdir – ólíkt rafbílum – en draga samt úr útblæstri" segir m.a. í umfjöllun Gardian.

Samkvæmt því sem kemur fram í fréttinni menga tengiltvinnbílar aðeins 19% minna en bensín- og dísilbílar, samkvæmt greiningu góðgerðasamtakanna Transport and Environment sem birt var sl. fimmtudag.

Í rannsóknarstofuprófum var niðurstaðan sú, að mengunin væri 75% minni.

Munurinn á raunveruleika og ,,rannsókn" er sláandi samkvæmt þessu.

Því er síðan við þessar niðurstöður að bæta, að búnaðurinn er flóknari og þar með bilanahættan meiri.

Niðurstaðan er því sú, að við ættum að halda okkur við annað hvort rafdrifnar bifreiðar eða bíla með gamla laginu, ekki bíla þar sem þessu er blandað saman.

Kafbátur gengur við staf?

 

Kúnstug frásögn er á visir.is af ferðalagi rússnesks kafbáts sem Svíar fylgjast með í Eystrasalti.

Myndin er fengin úr ,,frétt“ Vísis.

Báturinn er trúlega á leið til heimahafnar og sé eitthvað að marka frásögnina er einhver bilun í vélbúnaði bátsins.

Það vill svo til að rússneskar hafnir finnast í Eystrasalti og sé rétt að bilun sé í vélbúnaði bátsins, þá er líklegt að hann sé á leið til hafnar þar.

Eftirfarandi frásögn má finna í frásögn Vísis, þar sem vitnað er í hinn margfróða Mark Rutte:
,,Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hæddist að rússneska flotanum á blaðamannafundi í gær þegar hann sagði að rússneski kafbáturinn Novorossiysk, sem sást á ferðinni meðfram ströndum Frakklands áleiðis að Norðursjó, væri „haltrandi“ á leiðinni heim. Umræddur kafbátur hefur verið bilaður á brölti í nokkrun tíma. Ekki hefur verið staðfest um hvort um sama kafbát er að ræða en sænska ríkisútvarpið SVT fullyrðir í sinni umfjöllun um málið að þar sé á ferðinni sami kafbáturinn.

Það sem hér er vitnað til er dálítið kúnstugt að flestu öðru en því, að framkvæmdastjórinn hafi hæðst að rússneska flotanum vegna ,,bilunarinnar“ fyrrnefndu.

Ritari þessara pistla man eftir heimsókn rússnesks kafbáts til Svíþjóðar á fyrri tíð og úr því var gert mikið mál s.s. sjálfsagt er þegar skip stranda.

Þá var uppi fótur og fit og geislamælingar m.m. fóru fram en ekki fer öðrum sögum af áhöfn bátsins en að hún hafi siglt honum til síns heima og mannskapurinn hafi verið laus við alla geislaveiki.

Nú er uppi fótur og fuglafitjarflækja og enginn virðist muna eftir því að Rússneskar hafnir finnast í Eystrasalti, en víst er það göfugt og fallegt að fylgjast með ,,höltu“ skipi sigla til síns heima.

,,Umræddur kafbátur hefur verið bilaður á brölti í nokkrun tíma“ segir á Vísi en hvernig það ,,brölt“ fer fram, fylgir ekki sögunni.

Ekki hefur verið staðfest hvort um sama kafbát er verið að ræða og þann sem hinn djúpt hugsandi Rutte var að tjá sig um en sænska ríkisútvarpið SVT fullyrðir í sinni umfjöllun um málið, að þar sé á ferðinni sami kafbáturinn.

Það er orðið illa komið fyrir NATO ef þar á bæ eru ekki tök á að þekkja í sundur báta og skip, sem sigla um höfin fyrir löndum bandalagslandanna.

Franskur farsi

 Macron forseti Frakklands á ekki sjö dagana sæla og eftir að hafa verið til umræðu vegna ýmissa mála, annarra en þeirra sem frönsk eru, er svo komið að að karlinn er kominn í vanda og frá því er sagt m.a. í The Guardian.

Hann var endurkjörinn í apríl 2022 til fimm ára, en frá skyndikosningum, sem haldnar voru árið 2024, hafa skipaðir forsætisráðherrar hans ekki getað kallað saman þingmeirihluta til að samþykkja fjárlög.

Það er von að karlinn sé dapur og hugsandi á myndinni sem fylgir grein The Guardian en hvort honum er vorkunn er hreint ekki víst.

Greinin sem vísað er til er vel þess virði að lesa hana en að sinni verður ekki kafað dýpra á þessum vettvangi í hana.

Í forystugrein Morgunblaðsins er fjallað um neyðina sem blasir við Frökkum og hún kölluð ,,Macron“.

Í blaðinu er Ferdinand að venju og hann hefur hugsun á að setja á sig björgunarhring áður en hann leggur í vafasaman leiðangur.

Punkturinn yfir i- ið er svo mynd úr sama blaði sem fellur ágætlega inn í þessa umræðu:

Kostirnir eru tveir og hvorugur góður að mati Macrons, að því er gera má ráð fyrir en hans er valið!

Kjarnorkuslys væntanlegt?

 

Það berast fréttir af því að það standi tæpt að kæla kjarnorkuverið í Zaproitsya og Grossy hefur áhyggjur sem vonlegt er. Frá þessu er sagt í The Guardian og upp rifjast slagurinn við kælingu versins áður fyrr, vegna árása sem ábyrgðarlausir aðilar á vegum Úkraínu- ,,stjórnar“ stóðu að.

Frásögninni í The Guardian fylgir mynd af rússneskum hermanni sem stendur vörð við verið en ljóst má vera að ef kæling þess stöðvast, þá fer illa.

Við munum frá fyrri tíð, að eftirlitsaðilar frá Sameinuðu þjóðunum fóru á vettvang til að sjá með eigin augum hvað um væri að vera, en á þeim tíma stóð slagurinn um það hvort hægt væri að halda verinu tengdu við raforkukerfið.

Það stóð glöggt og fulltrúarnir urðu vitni að því hve ábyrgðarlausir þeir voru sem gerðu sprengjuárásir á steinsteyptan skjöld versins.

Kjarnorkuver þurfa að losna við orkuna sem þau framleiða til að þau ofhitni ekki en það getur haft skelfilegar afleiðingar ef þau gera það.

Nú er sem sagt staðan sú, að Úkraínum hefur tekist að halda verinu frá raforkukerfinu og því er það, að treyst er á dísilrafstöðvar til að halda því í þeirri stöðu að það hitni ekki um of.

Við erum nokkur sem munum eftir því hve tæpt það stóð að ekki yrðu stórslys á Þriggja mílna eyju í Bandaríkjunum og í Fúkusima í Japan, að ógleymdu Chernobil sem vel að merkja er í Úkraínu.

Í því síðastnefnda voru það mannleg mistök sem slysinu ollu en núna er það mannlegur ásetningur sem veldur.

Díselrafstöðvar þurfa viðhald og staðan sú að ein af tíu rafstöðvum er í viðhaldsferli og síðan kemur væntanlega að þeirri næstu og þannig koll af kolli.

Hvort úkraínsk yfirvöld koma til með að sjá til sólar áður en illa fer er alls ekki víst og satt að segja ólíklegt.

Þeir sáu það eftirlitsmennirnir á sínum tíma og staðan hefur lítið breyst síðan það var.

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...