Kafbátur gengur við staf?

 

Kúnstug frásögn er á visir.is af ferðalagi rússnesks kafbáts sem Svíar fylgjast með í Eystrasalti.

Myndin er fengin úr ,,frétt“ Vísis.

Báturinn er trúlega á leið til heimahafnar og sé eitthvað að marka frásögnina er einhver bilun í vélbúnaði bátsins.

Það vill svo til að rússneskar hafnir finnast í Eystrasalti og sé rétt að bilun sé í vélbúnaði bátsins, þá er líklegt að hann sé á leið til hafnar þar.

Eftirfarandi frásögn má finna í frásögn Vísis, þar sem vitnað er í hinn margfróða Mark Rutte:
,,Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hæddist að rússneska flotanum á blaðamannafundi í gær þegar hann sagði að rússneski kafbáturinn Novorossiysk, sem sást á ferðinni meðfram ströndum Frakklands áleiðis að Norðursjó, væri „haltrandi“ á leiðinni heim. Umræddur kafbátur hefur verið bilaður á brölti í nokkrun tíma. Ekki hefur verið staðfest um hvort um sama kafbát er að ræða en sænska ríkisútvarpið SVT fullyrðir í sinni umfjöllun um málið að þar sé á ferðinni sami kafbáturinn.

Það sem hér er vitnað til er dálítið kúnstugt að flestu öðru en því, að framkvæmdastjórinn hafi hæðst að rússneska flotanum vegna ,,bilunarinnar“ fyrrnefndu.

Ritari þessara pistla man eftir heimsókn rússnesks kafbáts til Svíþjóðar á fyrri tíð og úr því var gert mikið mál s.s. sjálfsagt er þegar skip stranda.

Þá var uppi fótur og fit og geislamælingar m.m. fóru fram en ekki fer öðrum sögum af áhöfn bátsins en að hún hafi siglt honum til síns heima og mannskapurinn hafi verið laus við alla geislaveiki.

Nú er uppi fótur og fuglafitjarflækja og enginn virðist muna eftir því að Rússneskar hafnir finnast í Eystrasalti, en víst er það göfugt og fallegt að fylgjast með ,,höltu“ skipi sigla til síns heima.

,,Umræddur kafbátur hefur verið bilaður á brölti í nokkrun tíma“ segir á Vísi en hvernig það ,,brölt“ fer fram, fylgir ekki sögunni.

Ekki hefur verið staðfest hvort um sama kafbát er verið að ræða og þann sem hinn djúpt hugsandi Rutte var að tjá sig um en sænska ríkisútvarpið SVT fullyrðir í sinni umfjöllun um málið, að þar sé á ferðinni sami kafbáturinn.

Það er orðið illa komið fyrir NATO ef þar á bæ eru ekki tök á að þekkja í sundur báta og skip, sem sigla um höfin fyrir löndum bandalagslandanna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...