Ef menn eru í bílahugleiðingum...

 Rannsókn leiðir í ljós að ávinningurinn fyrir loftslagsmálin þegar notaður er ,,tengiltvinn" bíll er enginn að því er kemur fram í umfjöllun The Guardian.

,,Greining á 800.000 evrópskum bílum leiddi í ljós að raunveruleg mengun frá tengiltvinnbílum var næstum fimm sinnum meiri en prófanir á rannsóknarstofu sýndu" segir þar, sem eru ekki góðar fréttir fyrir þau sem fjárfest hafa í kaupum á slíkum bílum í góðri trú.

Myndin er klippt út úr frétt The Guardian

Við sem ekki höfum gert það, vegna efasemda um að flóknari búnaður sé til bóta við rekstur heimilisbílsins fáum nú rós í hnappagatið, rós sem við áttum ekki endilega von á.

Framleiðsla og sala á bílum er ,,bisness" og það er hagnaðarvonin sem rekur menn áfram.

,,Bílarnir, sem geta keyrt á rafhlöðum og/eða brunahreyflum, hafa verið kynntir af evrópskum bílaframleiðendum sem leið til að komast lengri vegalengdir – ólíkt rafbílum – en draga samt úr útblæstri" segir m.a. í umfjöllun Gardian.

Samkvæmt því sem kemur fram í fréttinni menga tengiltvinnbílar aðeins 19% minna en bensín- og dísilbílar, samkvæmt greiningu góðgerðasamtakanna Transport and Environment sem birt var sl. fimmtudag.

Í rannsóknarstofuprófum var niðurstaðan sú, að mengunin væri 75% minni.

Munurinn á raunveruleika og ,,rannsókn" er sláandi samkvæmt þessu.

Því er síðan við þessar niðurstöður að bæta, að búnaðurinn er flóknari og þar með bilanahættan meiri.

Niðurstaðan er því sú, að við ættum að halda okkur við annað hvort rafdrifnar bifreiðar eða bíla með gamla laginu, ekki bíla þar sem þessu er blandað saman.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...