Eitthvað framsóknar?

 Teiknarar miðlanna halda okkur við efnið og bregða ljósi á ýmislegt sem við höfum veitt, eða veitt ekki eftirtekt; hitta oftar en ekki í mark og segja mikið í myndum sínum.

Sem stendur munu það vera eingöngu Vísir og Morgunblaðið sem birta okkur þessar skemmtilegu úttektir á stöðu þjóðfélagsmála og oftar en ekki með óborganlegum hætti.

Sigurður mun víkja úr sæti formannsins í Framsóknarflokknum og það eru fleiri en einn sem sækjast eftir ,,sætinu", og meðlimir flokksins þurfa að velja hver það verður sem hneppir ,,hnossið", sem ýmsar skoðanir er hægt að hafa á hvort sé hnoss, eða hið gagnstæða.

Eftir teiknarann Halldór birtist örmyndasaga, sem greinir frá sumu af því sem sækir að nútímamanninum og það eru svo sem sjá má: Kaffistofan sem er að flytja, ,,athyglisspanið" sem fer dalandi, miðflokksþingmaður sem gerði það vont í Kastljósi, ef rétt er munað og hið harkalaga eitthvað o.s.frv.

Það er margt sem sækir að nútímamanninum og fer vaxandi, eða svo höldum við að minnsta kosti, en hvort ástæða er til að elta allt sem hægt er að láta ergja sig er hreint ekki víst, enda kemst sá sem er ,,persóna" myndasögunnar að því að það sé niðurbrjótandi tímaeyðsla og trúlega hefur hann rétt fyrir sér.

En þau eru líka til sem láta sér allt þetta í léttu rúmi liggja, kúra bara á sínum stað í tilverunni og skeyta engu um það sem þessi furðuvera, sem stiklar um á tveimur fótum og kann ekki að fljúga, er að bardúsa og bralla.

Ættum við að taka það okkur til fyrirmyndar? Slá aðeins af, þrasa minna, gera meira af viti ef við getum það og taka lífinu með meiri rósemi og yfirvegun?

Vel getur það verið, en ólíklegt er að við breytum um hátt, því til þess að það geti gerst þarf svo margt að breytast og breytast mikið.

Það er sagt að seglskip séu sein til stefnubreytinga og ætli við séum ekki enn seinni?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...