Það krefst sóknar að sækja fram, en hvort það dugar til er ekki víst.

Ívar teiknari Morgunblaðsins fangaði ástandið í Framsóknarflokknum á dögunum og eins og sjá má, er sótt að formanninum í flokknum sem eitt sinn var.
Það munaði sára litlu að Framsóknarflokkurinn færi sömu leið og Vinstri græn í síðustu kosningum, sem haldnar voru að vetri til og eins og við vitum, þá á græni liturinn í náttúrunni undir högg að sækja á þeim árstíma.
En það voru fleiri en Framsókn sem áttu undir högg að sækja í þeim kosningum og eins og við munum þurrkaðist Vg út af þingi og varð það fáum að harmi, eins og atkvæðatölurnar sýndu.
Sjálfstæðisflokkurinn féll líka skell og hímir nú við hlið Miðflokksins í málefnafátækt og vesöld og minna má á, að þeir töpuðu ekki einungis í kosningunum, heldur töpuðu þeir líka fundarherbergi sínu í Alþingishúsinu, herbergi sem þeir virtust telja vera herbirgi en ekki venjulegt fundarherbergi.
Skipt var um formann, trúlega í þeirri von að nýr ,,vöndur“ myndi sópa betur að flokknum fylgi en sá sem stýrt hafði flokknum og nú er svo komið að þeir og þær hyggjast flytja úr Valhöll, sem einhverntíma hefði þótt saga til næsta bæjar.
Stjórnin sem við tók er undir forystu þriggja kvenna og því mætti búast við því að ,,mjúku“ málin yrðu í forgrunni, en það er ekki svo, því þær telja sér helst til frama, að hnoða Íslandi sem mest inn í vafasaman stríðsrekstur í austur Evrópu og eiga það sameiginlegt með stjórninni sem féll.
Þar um slóðir hefur um aldir verið á reiki hvað er hvers og hvurs er hvað, varðandi yfirráð yfir landi en, ,,valkyrjurnar“ íslensku eru með það allt á hreinu, að eigin mati og fer það vel saman við stjórnina sem féll.

Klippa af myndskeiði í fréttatíma Ríkissjónvarpsins.
Kelurófa frá Trump draup niður fæti á Ísa köldu landi og lenti í keli við íslenskan utanríkisráðherra og voru faðmlögin sýnd a.m.k. í sjónvarpi allra landsmanna og á besta sýningartíma, enda hvergi farið yfir mörkin í kúriríinu!
Að slökkva eld með því að leggja á hann meiri eldsmat, er ekki líklegt til árangurs en við bíðum spennt eftir útkomunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli