Smygl í boði yfirvalda?

 Grein sú sem hér er til umræðu, er áhugaverð í meira lagi.

Að læðist grunur um að spilling ráði för og menn ,klóri hver öðrum á bakvið eyrun' í stað þess að gera það sem þeim er falið að gera.

Upp rifjast þegar undirritaður vann við vélstjórn á flutningaskipi og tollverðir leituðu í hverri smugu og sögðust vita að smyglvara væri í skipinu.
Hvernig þeir vissu það sem við vissum ekki í því efni varð aldrei upplýst.
Einn þeirra krafði mig þess að loftinu yrði tappað af ræsiloftskútum í vélarrúmi því þangað ætlaði hann að sækja smyglvöruna.

Ég neitaði, og sagði honum að það gerði ég ekki nema samkvæmt fyrirmælum þar til bærra manna og hann væri svo sannarlega ekki einn af þeim. Benti honum jafnframt á að ef ég eða aðrir starfsmenn í vélarúmi skipsins ætluðum að smygla einhverju til landsins, þá væru allir staðir betri en ræsiloftskútarnir til slíkra hluta og þar skyldi hann leita.
Hvar eru þeir staðir? Bentu mér á þá, kom þá.
Finndu þá sjálfur, sagði ég, ég er vélstjóri á þessu skipi en ekki tollvörður og þar með lauk þeirri viðræðu.

Tímarnir breytast og nú er svo að sjá sem smygl sé löglegt, siðlaust og falið af ,,kerfinu", því sem gerir samninga en fylgja samningunum síðan ekki eftir af sinni hálfu og svo lítur út sem áhugi til eftirfylgni sé lítill sem enginn.

Eftirfarandi kafli í grein Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra hjá Mjólkursamsölunni, er sláandi:

,,Fjármálaráðherra setti í janúar enn einn starfshópinn til starfa í þessu máli sem engar fréttir eru enn af. Þar eru menn líka mest að rannsaka sjálfa sig og hvern annan ef dæma má af samsetningu hópsins. Þar sitja fulltrúi fjármálaráðuneytis sem væntanlega er að spyrja sjálfan sig að því hvers vegna fjármálaráðuneytið varð að fella niður fjögur tollskrárnúmer með auglýsingu nr. 52/2020. Sjálfstæð spurning er hvað er að frétta af innflutningi samkvæmt þessum tollnúmerum þær þrjár vikur sem þau voru í gildi. Fulltrúi Hagstofunnar er væntanlega að spyrja sjálfan sig hvers vegna Hagstofan hafi aldrei reynt að bera tölur um innflutning saman við útflutningstölur viðskiptalandanna og komist þannig að því að ekki væri allt með felldu. Þarna sitja einnig fulltrúar frá Skattinum og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu en enginn óháður eða utanaðkomandi aðili til að spyrja gagnrýnna spurninga."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...