Afstaða ferðaþjónustuaðila til Hálendisþjóðgarðs er misjöfn og afstaða til uppbyggingar blendin.
Vilja hafa vegina áfram óuppbyggða og helst áfram svo sem þeir eru nú!
Ekki sá ég í þessari umfjöllun Kjarnans að minnst væri á friðun fyrir virkjunum, en megi ekki byggja sæmilega vegi, þá er ekki vænlegt að byggja orkuver og leggja línur.
Líklega er besta að friða Ísland fyrir Íslendingum, nema ríðandi, gangandi, hjólandi og smalandi séu.
Því ekki mun hugmyndin vera, að friða landið fyrir sauðfjárbeit og smölun þess fénaðar, enda gerð af ríðandi mönnum, auk þess sem fjórhjólatækni og ,,krossara" hefur verið innleidd til þessara nauðsynjaverka í seinni tíð.
Rafmagn til heimilisnota mun koma úr tenglinum á veggnum hér eftir sem hingað til og verða til með einhverjum þeim hætti sem ekki þarf að hugsa um.
Vel getur þó verið að glöggir átti sig á því, að þræðirnir sem í hann koma eru mislitir og hugsi sem svo að eðlilegt sé að litamunurinn valdi orkustreyminu.
Ef ekki, þá er það bara eitthvað annað sem veldur. Eitthvað sem við nennum ekki að hugsa um.
Enda til þess gerðir rafvirkjar, aðrir virkjar og fræðingar, betur til þess fallnir að hugsa um svoleiðis hluti.
Við hin höfum nóg annað að gera, hugsa um og sýsla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli