Hvar liggur ábyrgðin

 



Vigdís Häsler ritar grein í Morgunblaðið 9. apríl 2021 undir fyrirsögninni ,,Keðjuábyrgð neytandans" þar sem hún fjallar um tengsl landbúnaðar og þjóðar. Útskýrir tollvernd og nefnir búvörusamninga o.fl.

Hún telur umræðuna um tollverndina oft á tíðum hafa verið tormelta og bendir á að:

,,toll­ar eru lagðir á fleiri vöru­flokka en ein­göngu inn­flutt­ar land­búnaðar­vör­ur, því á meðan skipst er á skoðunum, með eða á móti toll­vernd, tín­ir neyt­and­inn ofan í inn­kaupa­körf­una hjá sér snyrti­vör­ur, hrein­lætis­vör­ur, lárperu, kjúk­ling og kart­öflupylsu­brauð, jafn­vel parma­skinku, – hvaðeina, inn­lent sem og er­lent."

Vigdís leggur að fólki að hugleiða málin og bendir á að tollar eru til þess að hækka verð á innfluttum vörum til að vernda innlenda framleiðslu eða eins og hún segir að tollur sé:

,,lagður á vegna þess að við sem sam­fé­lag höf­um ákveðið að við vilj­um viðhalda inn­lend­um land­búnaði. Við búum við ysta haf og rækt­un­araðstæður hér á landi eru gjör­ólík­ar ná­granna­lönd­um okk­ar í suðri. Þannig yrði sam­keppn­in aldrei jöfn ef eng­ir væru toll­arn­ir þó að á öll­um öðrum sviðum stæðum við nokkuð jafn­fæt­is."

Við að sjá Vigdísi benda á þessa augljósu staðreynd, verður manni enn og aftur hugsað til þess þegar opnað var fyrir tollfrjálsan innflutning á ýmsum landbúnaðarvörum í kjölfar samnings sem formaður ,,landbúnaðarflokksins" Framsóknarflokksins, gerði við Evrópusambandið fyrir sex árum síðan og ekki síður til tolls sem þáverandi landbúnaðarráðherra úr Sjálfstæðisflokknum lagði á kjarnfóður fyrir enn lengri tíma. Þar var gengið bratt fram og tollurinn ákveðinn 200% bara sísvona og af því þáverandi stjórnmálaséníum datt það í hug.

Og þá erum við komin á því hversvegna við eigum mörg erfitt með a treysta orðum íslenskra stjórnmálamanna, þeirra sem segja eitt í dag og annað á morgun; eitt við viðhlægjanda dagsins, en annað við þann sem kankast er á við daginn eftir.

Grein Vigdísar er góð og málefnaleg og gaman hefði verið ef hún hefði birst í nútímalegri miðli en Morgunblaðinu, þar sem einungis er hægt að vísa í tengil sem er aðgengilegur áskrifendum blaðsins, en ekki er nothæfur þeim sem eru það ekki. 

Ef til vill geta áhugasamir nálgast efni greinarinnar með því að rýna í skjáskotsmyndina sem er efst í þessum pistli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...