Hani, krummi, hundur, (svín) og ,,keisarans skegg"

Á Facebook siðuna ,,Umræður um landbúnaðarmál" var á dögunum varpað inn fyrirspurn sem er svohljóðandi:

,,Eru einhver hér í þessum hóp sem geta upplýst mig og aðra hér inni um eftirfarandi í sambandi við fóður. Hvað hátt hlutfall af fóðri í eftirfarandi búfjárframleiðslu er innflutt.?
1. Mjólkurframleiðslu
2. Nautgripakjötsframleiðslu
3. Ær og dilkakjötsframleiðslu
4. Eggjaframleiðslu (til manneldis)
5. Kjúklingakjötsframleiðslu
6. Kalkúnakjötsframleiðslu.
7. Hrossakjötsframleiðslu"

Rétt er að taka fram að uppröðun fyrirspurnarinnar og augljósum innsláttarvillum var breytt (ekki þó töluröðunni).

Enginn hefur enn sem komið er stigið fram og svarað fyrirspurninni, enda ekki einfalt að gera.
Til að svara fyrirspurn af þessu tagi þarf að afla mikilla gagna, kafa og rannsaka og afmarka hvað það er sem ræður hvort framleiðsla telst vera innflutt eða innlend. Hvað er innlendur kostnaður og hvað erlendur?

Slík gagnaöflun verður ekki gerð hér, aðeins bent á nokkur atriði.

Fyrirspyrjandi, (sem er Bændaskólagenginn) vill fá fram, að hans sögn, það sem snýr að ,,fóðri" [,,í sambandi við fóður"].
Fóður í búpening er breytilegt og fer breytileikinn eftir því um hvaða dýrategund er að ræða og hvað viðkomandi skepnum er eiginlegt að éta.

Í fyrsta lið fyrirspurnarinnar er spurt um mjólkurframleiðslu.
Mjólk kemur oftast úr kúm og þær éta aðallega gras, fóðurkál og ,,kjarnfóður". Hey, sem í upphafi var gras, er aflað eins og flestir vita af ræktuðu landi og til þess eru notaðar vélar sem undantekningalítið eru keyptar erlendis frá.
Hvort tölur liggja fyrir um erlendan kostnað varðandi þessa fóðuröflun innanlands, er ritara ekki kunnugt um, en vitað er að vélakostur, olíur, fræ, áburður o.fl. eru keypt erlendis frá, auk þess sem kornvara til fóðurframleiðslunnar er það líka.

Sama gildir um lið 2 og 3 og um lið 1.

Um liði 4, 5, og 6 gildir í raun það sama og liði 1, 2 og 3.
Kornvara í alifugla er að mestu leyti innflutt og fóðrið er oftast blandað og framleitt í íslenskum fóðurverksmiðjum.
(Fuglaskítur er afar góður og kraftmikill áburður sem er notaður til uppgræðslu og á tún og það er gert með vélum sem keyptar hafa verið erlendis frá og síðan fluttar inn til landsins.)

Það er þegar komið er að lið 7 í fyrirspurn bóndans, að við erum komin að dýrategund sem þrifist getur án þess að afla þurfi til kjötframleiðslu hennar erlends fóðurs. Íslensku hrossin hafa þróast þannig að þau geta unnið orku úr sinu og þraukað þannig af veturinn á útigangi, þó ekki sé það alltaf.

Þessi fremur ófrjóa umræða hefur vakið upp spurningar og veitt einhver en fá svör. Allar voru spurningarnar þekktar og svörin líka.

Hvers vegna spyrjandinn spurði ekki út í svínarækt sem er stór kjötframleiðslugrein, vitum við ekki.

Eins hefði mátt spyrja út í fiskveiðar. Þar er um mikinn erlendan kostnað að ræða í skipum og vélbúnaði, aðkeyptri olíu o.fl.

En fiskveiðar eru utan sviðsins á umræddum fésbókarvettvangi og því er best að fara ekki nánar út í þá sálma!

Það virðist svínaræktin og garðyrkjan vera líka m.v. að ekki var um þær spurt!

Hvers vegna svo góðar og gegnar matvælaframleiðslugreinar ná ekki inn á spurningalista af þessu tagi er ekki gott að segja!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...